Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 58

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 58
58 STARFSHæFnI kennARA samskipti við aðra. algengt er að þróun í fagmennsku kennara sé nú skilgreind sem aukin hæfni (kompetenceudvikling) til að takast á við starfið – og þá í víðari skilningi hæfnihugtaksins (Dale, 2003; Hjort og Weber, 2004; Krejsler, Laursen, og Ravn 2004; Løvlie, 2003; Moos, 2004). Skilgreining mín á starfshæfni kennara (sjá upphafskafla) hefur mótast af slíkum viðhorfum. Samkvæmt nýjum viðmiðum Bolognaferlisins (Menntamálaráðuneytið, 2007) er markmið kennaranáms að hafa áhrif á starfshæfni kennaranema. Kostir hæfnihug- taksins felast einmitt í því að gert er ráð fyrir að hægt sé að hafa áhrif á hæfni nem- enda; hugtakið auðveldar markmiðssetningar og möguleika á að bera saman innihald náms í menntastofnunum. Erfitt hefur á hinn bóginn þótt að setja fram skýr markmið um aukna fagmennsku kennara þar sem markmiðið verður gjarnan mjög yfirgrips- mikið og fjarlægt. Endurkoma hæfnihugtaksins um aldamótin í tengslum við umfjöllun um náms- markmið er langt frá því að vera hafin yfir gagnrýni. Stundum eru skilgreiningar svo víðar að erfitt er að átta sig á afmörkun hugtaksins. Stundum eru skilgreiningar þröngar og frammistaðan í brennidepli, líkast því að fallið sé aftur í gryfjur tæknihyggjunnar og þeirrar einföldunar sem henni fylgir. Þá er hætta á að heildarsýnin á menntun kennarans glatist en slík heildarsýn einkennir markmiðssetningar þar sem notuð eru hugtök eins og fagmennska, fagvitund og starfskenning. Stundum beinist athyglin einungis að því sem gerist innra með einstaklingnum, með tilvísun í hugmyndafræði hugsmíðahyggju. Frá sjónarhóli félagslegra og menningarbundinna kenninga nægir ekki að beina athyglinni að frammistöðu einstaklinga eða að því sem gerist innra með þeim. Nám einstaklinga er alltaf hluti af stærri heild; til að skilja nám þeirra verður einnig að skoða félagslegt samhengi námsins – námssamfélagið og alla umgjörð námsins – og líka hvernig þessi fyrirbæri þróast og breytast (Edwards, Gilroy, og Hartley 2002; Edwards og Protheroe, 2004; Lave og Wenger, 1991; van Huizen, van Oers og Wub- bels, 2005). Meðal annars er stuðningur félaga eða hæfari einstaklinga talinn forsenda nýrra landvinninga í námi (Vygotsky, 1978). Hvað varðar kennaramenntun eru fræði- leg hugtök forsenda þess að hugsun um starfið þróist og breytist og jafnframt grunnur faglegrar umræðu um skjólstæðinga og starf kennarans (Edwards, Gilroy og Hartley, 2002). Fræðimenn sem hafa beitt athafnakenningunni í rannsóknum sínum hafa bent á nauðsyn þess að efla gagnkvæma þróun einstaklingshæfni, m.a. sérfræðiþekkingar, og hæfni í samstarfshópi sem einstaklingurinn tilheyrir (Engeström, 2001; Wenger, 1998). í rannsóknum mínum á starfshæfni kennara – frá sjónarhóli kennaranema – tek ég mið af víðari skilgreiningum á hæfnihugtakinu, félags- og menningarlegri sýn á námshugtakið og reyni að halda til haga heildarsýninni á starfshæfni „góða kenn- arans“. Persónuleg hæfni – tengsl við breytt kennarahlutverk Eins og áður var getið virðast kennaranemar ekki einungis glíma við að ná tökum á hagnýtri færni og faglegri þekkingu, sem styrkir þá í starfi, heldur einnig persónulegri hæfni til að takast á við starfið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.