Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 59

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Qupperneq 59
59 RAgnHIldUR bJARnAdÓTTIR Á síðastliðnum áratug hefur persóna kennarans verið vinsælt rannsóknarefni. Per- sónuleg sannfæring, siðræn gildi, lífsreynsla og persónulegir eiginleikar virðast hafa áhrif á það hvers konar kennarar við verðum (Jóhanna Einarsdóttir, 2003; Katrín Frið- riksdóttir og Sigrún aðalbjarnardóttir, 2002; Korthagen, 2004; Kristín aðalsteinsdóttir, 2002; Laursen, 2004). Sjálfsmynd kennara og sjálfsskilningur er einnig talinn tengjast hæfni þeirra í starfi (Hargreaves, 1998; Lauvås og Handal, 2000; McLean, 1999). Til að verða góður kennari þarf meira en faglega og hagnýta hæfni. Náms- og kennsluskrár kennaramenntunar á Norðurlöndum innihalda ekki að- eins markmið um mismunandi hæfni kennara heldur er þar líka að finna háleit mark- mið um mannúðleg viðhorf og almenna persónulega menntun (Brekke, 2008; Raaen, 2004). Kennaramenntun er þannig ætlað að stuðla að bæði faglegum og persónulegum þroska kennaranema. Slíkt er þó ákveðnum annmörkum háð þegar kemur að fram- kvæmdinni og einnig er viðurkennt að erfitt er að breyta persónulegum eiginleikum fólks og grundvallarviðhorfum. Enda þótt óumdeilt sé að persónulegir eiginleikar kennara hafi áhrif á hæfni þeirra til að takast á við starfið eru deildar meiningar um það hvort þeir falli undir eða skarist við starfshæfnihugtakið og heyri þar af leiðandi beint undir kennaramenntunina. Sumir fræðimenn telja mikilvægt að greina á milli starfshæfni kennara og persónu- legra eiginleika (Kansanen, 2006); kennaraháskólar geti sett sér þau markmið að þróa eða efla starfshæfni nemenda og mannúðleg viðhorf en ekki persónulega eiginleika þeirra. Slíkt verði að vera á ábyrgð nemenda sjálfra. aðrir fræðimenn, einkum á Norðurlöndum, telja á hinn bóginn mikilvægt að hæfnihugtakið taki til mannlegra eiginleika og þá sé mikilvægt að skilgreina. í nýlegri grein danskra fræðimanna um fagmennsku kennara er því haldið fram að hagnýt og fagleg hæfni, bæði í uppeldis- greinum og námsgreinum grunnskóla, hafi verið kjarninn í starfshæfni grunnskóla- kennara en að nauðsynlegt sé að bæta við einni vídd, þeirri persónulegu, í ljósi nýrra rannsókna á kennarahlutverkinu (Krejsler, Laursen og Ravn, 2004). Höfundar telja þörf á dýpri skilningi og almennu samkomulagi um skilgreiningu á starfshæfni kenn- ara sem feli í sér persónulega hæfni. í rökstuðningi þessara og margra annarra fræðimanna fyrir þörf á breiðari skil- greiningu á starfshæfni kennara er gjarnan vísað til breytinga á kennarahlutverkinu. Einkum er bent á þá staðreynd að uppeldishlutverkið er orðið ríkari þáttur í starfinu en áður og ábyrgðin annars konar. Sú staðreynd að kennurum er nú ætlað að stuðla að félagslegum og tilfinningalegum þroska nemenda sinna hefur leitt til þess að kröfur um félagslega og tilfinningalega hæfni kennara hafa bæði aukist og orðið sýnilegri en áður (Hargreaves, 1998; Ingólfur Á. Jóhannesson, 1999; Klette, 2002; Krejsler, Laursen og Ravn, 2004; McLean, 1999). Þess utan gera breyttar aðstæður í skólum, t.d. ríkari áhersla á foreldrasamstarf, blandaðir nemendahópar og aðkoma aðstoðarfólks, nýjar kröfur til kennara um samstarfs- og stjórnunarhæfni. Kennarastarfið virðist vera flókn- ara og vandasamara en það var fyrir nokkrum áratugum (Ingólfur Á. Jóhannesson, 1999). Margt bendir til þess að tengslin milli kennarans sem fagmanns og einstaklings séu nánari en áður (Hansbøl og Krejsler, 2004; Hargreaves, 1998). Starf kennara hefur alltaf verið erfitt og gert miklar kröfur til kennarans sem einstaklings en slíkar kröfur virðast vera breytilegar og háðar kennarahlutverkinu á hverjum tíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.