Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 61

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 61
61 RAgnHIldUR bJARnAdÓTTIR námskeiða er yfirleitt blanda af fræðilegri og hagnýtri þekkingu; stundum eru æf- ingar hluti námsins. Slíka þekkingu og færni má skilgreina sem einn af persónulegum þáttum starfshæfninnar en hún nær samt engan veginn að lýsa þeim flóknu mannlegu eiginleikum sem hér er vísað til. Notkun hugtaksins „persónuleg hæfni“ er alls ekki hafin yfir gagnrýni. Þegar hugað er að námi einstaklinga hlýtur sú hæfni sem þeir öðlast alltaf að vera persónuleg, enda þótt þar komi fleira til, þ.e. félagsleg samskipti, kennsla og samfélagslegt og menn- ingarlegt samhengi námsins. Eins er ljóst að mikil skörun er við önnur hugtök, t.d. almenna menntun og þroska. Spurningar hafa vaknað um þann þátt sem nútímasam- félagið á í áherslunni á persónulega þætti menntunarinnar og einnig í „vinsældum“ hæfnihugtaksins. Þekking fellur fljótt úr gildi en það sem skiptir máli er að „geta gert“ – þ.e. að geta leitað þekkingar og beitt henni. Þess er vænst að rannsókn sú sem hér er fjallað um varpi nýju ljósi á kröfur um starfshæfni verðandi kennara. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu því að geta orðið innlegg í umræðu um þá starfshæfni sem æskilegt er að stefna að í kennaranámi í norrænu nútímasamfélagi. aðfErð Sú rannsókn sem hér er greint frá er hluti af norrænu rannsóknarverkefni. Rann- sóknin er í tveimur hlutum. í fyrri hlutanum var stefnt að því að öðlast skilning á sýn norrænna kennaranema á erfið viðfangsefni kennarastarfsins og þeirri hæfni sem æskilegt er að efla með kennaranemum. Við skipulag rannsóknarinnar var höfð hlið- sjón af rannsókn minni á sýn íslenskra kennaranema á starfshæfni kennara (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004). í síðari hluta rannsóknarinnar verður kannað hvernig leiðsögn tengd vettvangsnámi getur stutt kennaranemana við að þróa með sér hæfni til að ráða við slík viðfangsefni. Fimm norrænir háskólakennarar standa að rannsókninni1. í upphafi samstarfsins fór fram umræða í hópnum um markmið, aðferðir og fræðilega umgjörð rannsóknarinnar, m.a. um skilgreiningar á starfshæfni kennara og leiðsagnar- hugtakinu (Brekke, Bjarnadóttir og Søndenå, 2008). Rannsóknaraðferðin fellur undir fyrirbærafræði þar sem markmiðið er að leita skilnings á ákveðnu fyrirbæri, þ.e. sýn kennaranema á kennarastarfið, í þeim tilgangi að bæta norræna kennaramenntun. Þátttakendur í rannsókninni voru kennaranemar í Kennaraháskóla íslands, í Háskólanum í Tromsö, Kennaraskóla Færeyja í Þórshöfn og Tækniháskólanum í Luleå. allir þátttakendurnir voru fyrsta árs nemar sem stefna að því að verða grunnskóla- kennarar. alls tóku 114 nemar þátt í könnuninni, 24 til 31 frá hverjum háskóla. Ákveðið var að fjöldi þátttakenda yrði svipaður frá öllum háskólunum og var þess vegna ein- ungis leitað eftir þátttöku tveggja nemendahópa/bekkja í Kennaraháskóla íslands. Könnunin fór fram í apríl 2007 eftir að nemarnir höfðu verið í vettvangsnámi þar 1 Þeir eru dr. Mary Brekke, Háskólanum í Tromsø, kennaramenntunardeild, dr. Kari Søndenå, Háskólanum í Tromsø, kennaramenntunardeild, Pauli Nielsen, fyrrverandi rektor kennaraskólans í Þórshöfn, dr. Inger Karlefors, Tækniháskólanum í Luleå, kennaramenntunardeild og dr. Ragn- hildur Bjarnadóttir, Kennaraháskóla íslands, Reykjavík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.