Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 62

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 62
62 STARFSHæFnI kennARA sem þeir tóku í fyrsta skipti virkan þátt í kennslu. Þátttakendur í hverjum háskóla fengu upplýsingar um verkefnið í heild og síðan eftirfarandi fyrirmæli og spurningar: • Lýstu viðfangsefni (einu) sem tilheyrir kennarastarfinu og þér finnst vera sérstaklega erfitt. Hvers vegna er þetta viðfangsefni erfitt? • Hvaða viðfangsefni kennarastarfsins telur þú þig einkum ráða vel við? Hvers vegna? Tímarammi og fyrirmæli voru samræmd. Gögn voru skráð og íslenskir og færeyskir textar þýddir á dönsku. Rannsóknarhópurinn greindi gögnin sameiginlega haustið 2007. Ákveðið var að leggja ekki áherslu á samanburð milli stofnana að þessu sinni en taka þess í stað mið af hópnum sem einni heild. Rannsakendur hafa í kjölfarið beitt ólíkum fræðilegum hugtökum og kenningum við frekari úrvinnslu gagna og til að dýpka skilning á afmörkuðum þemum (Bjarna- dóttir, Brekke, Karlefors, Nielsen og Søndenå, 2008). Eins og áður segir beini ég í grein þessari athyglinni að viðfangsefnum sem krefjast þess að nemarnir vinni með eigin persónu, í þeim tilgangi að varpa ljósi á persónulega hlið starfshæfninnar sem æskilegt er að nemarnir efli til að geta tekist á við framtíðar- starf sitt sem kennarar. niðurstöður í ljós kom að hegðunarvandamál, blandaðir nemendahópar og einstaklingsmiðuð kennsla voru ofarlega á baugi meðal þátttakenda frá öllum háskólunum. Einnig var ljóst að vandamálin tengdust oft persónu kennarans. Um það bil helmingur svaranna frá þátttakendunum 114 um erfið viðfangsefni kennara féll í þann flokk sem hér er skoðaður. Þá er átt við að persónulegir þættir eru hluti vandans enda þótt viðfangs- efnin feli stundum líka í sér kröfu um að unnið sé með faglega þekkingu og hagnýta færni eða væntingar um ytri úrbætur í skólastarfinu. Helstu einkenni á lýsingum nemanna á persónulegum viðfangsefnum eru: • viðfangsefnin snúast að verulegu leyti um mannleg tengsl eða samskipti • hluti nemanna upplifir vanmátt – þeir virðast ekki sjá fyrir sér lausn á vandanum • viðfangsefnin eru flókin og tengjast yfirleitt víðara samhengi – þ.e. faglegri, menningar- legri eða félagslegri umgjörð kennarastarfsins í næstu tveimur köflum verður fjallað nánar um þessar niðurstöður og notuð til þess dæmi úr lýsingum nemanna. Strikað er undir orð eða hluta setninga sem lýsa við- fangsefninu og feitletranir vísa til víðara samhengis. í kaflanum „Ályktanir og um- ræða“ verða dregnar ályktanir um æskilega starfshæfni; annars vegar frá sjónarhóli kennaranema og hins vegar með hliðsjón af fræðilegri umgjörð rannsóknarinnar. Persónuleg viðfangsefni Tengslin við aðra virðast vera rauður þráður í svörum nemenda. Margir nemendur greina frá vandamálum í tengslum við stjórnun og vald; orðalagið er mismunandi, sumir telja mikilvægt að geta „sett mörk“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.