Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 66

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 66
66 STARFSHæFnI kennARA og hávaða þá er ekki annað fyrir kennarann að gera en að reyna að útskýra hvað má og hvað ekki má. En ef nemandanum er sama, og kannski foreldrum hans líka, verður kennarinn að treysta á Guð og lukkuna (Færeyskur kennaranemi). Hluti nema úr hópi Færeyinganna er gagnrýnni en aðrir, ekki aðeins á valdastöðu kennarans heldur einnig á skólaþróunina og nútímasamfélagið. Fram koma efasemdir um hugmyndir um „skóla fyrir alla“ og „blandaða nemendahópa“. Stundum eru nem- arnir mjög svartsýnir og svörin endurspegla uppgjafartón. En þeir eru líka leitandi og ígrunda hvað helst gæti stutt þá í að ná tökum á erfiðleikum í starfinu. Þeir nefna betra námsefni, aukna virðingu fyrir kennaranum, skýrari viðmið um vald kennarans, meira fjármagn, fleira stuðningsfólk í kennsluna og stuðning frá foreldrum. Framangreind svör, sem lýsa vanmætti nemanna gagnvart flóknum aðstæðum, lýsa því – eins og svörin í fyrri kaflanum – hvernig upplifun nemanna tengist kennara- hlutverkinu og nútímamenningu. Það sem einkum er athyglisvert í samanburði við lýsingarnar í fyrri kaflanum er að nemarnir hafa ekki tileinkað sér gagnrýnislaust þau viðmið sem tengjast kennarastarfinu. Þeir hafa ekki „innhverft“ skilaboðin í jafn ríkum mæli og þeir sem vitnað var til í fyrri kaflanum. Einnig bæta svörin nýjum dráttum í myndina af kennarahlutverkinu. Kennarinn nýtur ekki virðingar, völd hans eru tak- mörkuð og stutt er í einsemd og einangrun. öryggisleysið sem nemendur upplifa er enn sýnilegra en í fyrri kaflanum. Lýsingar nemanna benda til þess að það öryggisleysi sem einkennir kennarastarfið eigi rætur í félagslegri og menningarlegri umgjörð þess. ályktanir og umræða Ályktanir um þá hæfni sem kennaranemarnir vilja ná tökum á Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að dýpka skilning á erfiðum viðfangsefn- um kennarastarfsins sem tengjast persónu kennarans og hins vegar á því hvers konar starfshæfni er forsenda þess að nemarnir ráði við slík verkefni og menntist í átökum sínum við þau. Á grundvelli niðurstaðna í köflunum tveimur hér á undan má draga ályktanir um þá persónulegu hæfni sem kennaranemarnir sjálfir vilja öðlast. Lýsingar þeirra benda til þess að þeir vilji öðlast samskiptahæfni þar sem saman fer félagsleg færni, stjórnunarfærni og sjálfsstjórn. Þeir vilja læra: • að setja mörk og að stjórna nemendahópum • að vera skilmerkilegur, samkvæmur sjálfum sér og þolinmóður í samskiptum við nemendur • að hafa sjálfstjórn • að leysa ágreiningsefni meðal nemenda • að eiga samskipti við foreldra • að bregðast við börnum sem eiga við erfiðleika að stríða • að eiga samskipti við nýbúafjölskyldur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.