Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 67

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 67
67 RAgnHIldUR bJARnAdÓTTIR Ljóst er að það sem kennaranemarnir vilja læra mótast af því sem þeir hafa þegar lært um kennarahlutverkið og kennarastarfið. Einungis örfáir virðast vera gagnrýnir á þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ekki verður annað séð en að nemarnir sjái þann einn kost að þeir – sem einstakl- ingar – tileinki sér hagnýta, faglega og persónulega hæfni sem geri þeim kleift að ráða við þau flóknu viðfangsefni sem þeir þurfa að glíma við sem kennarar. Tengsl við kennarastarfið og kennarahlutverkið Eins og fram hefur komið snúast vandamál þau sem kennaranemar á fyrsta ári telja erfið og kvíðvænleg um samskipti, stjórnun, valdastöðu, tjáskipti, samvinnu, sjálfsstjórn, afstöðu til nemenda – og það að skapa tengsl við börn og fullorðna. Þessar niður- stöður samræmast kenningum um að mannleg tengsl séu kjarni kennarastarfsins (Moos, 2004). Þær lýsingar kennaranema sem fjallað hefur verið um í köflunum hér á undan benda til þess að kröfur til kennara í nútímasamfélagi séu miklar og flóknar. Þessar kröfur tengjast m.a. áherslu á getublandaða nemendahópa, einstaklingsmiðaða kennslu og aukna þátttöku foreldra. Lýsingar kennaranemanna styðja fullyrðingar margra fræðimanna um breytt kennarahlutverk og um að þörf sé á að skoða vænt- ingar til kennara og kennaramenntunar í ljósi þessara breytinga (Klette, 2002; Krejsler, Laursen, og Ravn, 2004; Løvlie, 2003). Ljóst er að vandamálin tengjast kennarahlutverkinu, kennarastarfinu og þeirri félagslegu umgjörð og menningu sem það er hluti af. Nemarnir hafa tileinkað sér menningarleg við- mið og gildi sem tengjast kennarahlutverkinu og áherslur sem eru ríkjandi í kennara- menntun og kennarastarfi og hafa áhrif á hugmyndir þeirra um eigin hæfni. Kennaranemarnir finna fyrir kröfum um að þeir, sem verðandi kennarar, vinni með eigin tilfinningar, viðhorf og tengsl við aðra. Ég vil einkum nefna þrjú atriði sem lýsa því best hvernig nemarnir skynja kennarastarfið: nálægð, væntingar, öryggisleysi. Með nálægð er einkum átt við tvennt: í fyrsta lagi vilja nemarnir læra að bregðast við vandanum hér og nú og í öðru lagi virðist vera nærtækt að tengja vandann við eigið getuleysi. Það að mistakast sem kennari á rót sína í þeirra eigin persónu. Nemarnir upplifa væntingar sem tengjast því sem þeir hafa þegar lært um kennara- hlutverkið. Þeir hafa tileinkað sér vitneskju um það hvernig kennarar eiga helst að vera og sú vitneskja hefur áhrif á sýn þeirra á erfið viðfangsefni kennarastarfsins og trú á eigin getu til að ráða við þau. Öryggisleysi kemur víða fram. Vandamálin sem nemarnir lýsa eru flókin og erfitt að sjá fyrir sér einfaldar lausnir. Einsemd og ótti við upplausn er áberandi (Søndenå, 2008). Ekki er að sjá að nemarnir telji að fleiri en einn kennari eða kennaranemi geti deilt ábyrgðinni, hvað þá að þeir geti deilt henni með foreldrum eða hópi einstaklinga. Félagslegar lausnir virðast ekki vera í sjónmáli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.