Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 89

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 89
89 bÖRkUR HAnSen, ÓlAFUR H. JÓHAnnSSOn, STeInUnn HelgA lÁRUSdÓTTIR aukin samkeppni og valfrelsi, kunni að draga úr möguleikum skóla á því að vinna að félagslegum jöfnuði nemenda sinna (bls. 461). Breytt stjórnskipulag skóla – verkstjórn og valddreifing Með kjarasamningum árið 2001 urðu enn frekari breytingar á umhverfi skóla hér á landi. Þær breytingar fólu í sér nánari útfærslu þeirrar stefnu sem mótuð var í áður- nefndum grunnskólalögum. Með kjarasamningunum komu inn ákvæði um aukinn stjórnunarkvóta sem leiddu til þess að á síðustu árum hefur orðið til ný „stétt“ stjórn- enda sem oft eru einu nafni nefndir millistjórnendur (Kjarasamningar, 2001). Einkum er um að ræða deildarstjóra, árgangastjóra og fagstjóra. Sums staðar hafa verið unnar starfslýsingar fyrir þennan hóp stjórnenda en annars staðar er verkaskipting óform- legri. Þetta nýja stjórnskipulag hefur kallað á valddreifingu og lýðræðislegri stjórnunar- hætti þar sem kennarar og aðrir starfsmenn koma að ákvörðunum um skólastarf í mun ríkari mæli en áður hefur tíðkast. útfærsla og nýting stjórnunarkvótans er mis- langt á veg komin í skólunum og ætla má að skólastjórar, ásamt millistjórnendum, séu enn að þreifa sig áfram með verkaskiptingu og ábyrgð (Sigríður anna Guðjónsdóttir, 2006). í einhverjum tilvikum hefur millistjórnendum verið falin umsjón með faglegum þáttum skólastarfsins sem skólastjóri sá áður um (Börkur Hansen o.fl., 2004). Kjarasamningarnir árið 2001 undirstrikuðu jafnframt hlutverk skólastjóra sem for- stöðumanna sinna stofnana með því að veita þeim aukið vald til þess að stjórna vinnu- tíma kennara. í rannsókn greinarhöfunda frá árinu 2004 (Börkur Hansen o.fl., 2004) kom fram að á þeim þremur árum sem þá voru liðin frá fyrri kjarasamningum höfðu sumir skólastjóranna aukið bundna viðveru kennara í skólunum. í þeirri rannsókn var rætt við helstu hagsmunaaðila í fjórum skólum, þ.e. kennara, foreldra, millistjórnend- ur og skólastjóra, og þeir spurðir álits á þeim breytingum sem orðið hefðu á umhverfi skóla síðustu árin. Skólastjórarnir fjórir staðfestu fyrri niðurstöður höfunda um þá almennu afstöðu sína að þróunin eftir yfirfærslu grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga hefði orðið til góðs í skólum þeirra (Börkur Hansen o.fl., 2004). Einnig kom í ljós að þeir tengdu þessa þróun ekki síður við þær breytingar sem urðu með kjarasamningum árið 2001. Þessir skólastjórar tilgreindu sérstaklega jákvæð áhrif ákvæðisins um verk- stjórnartíma skólastjóranna. Hér er um að ræða tíma sem í daglegu tali eru nefndir 9,14 tímarnir eða það hlutfall af vinnutíma kennara utan kennslu sem skólastjórar geta ráðstafað. Fjórum árum síðar, með nýjum kjarasamningum árið 2005, var þessu ákvæði breytt en þá var tíminn sem skólastjórar höfðu til slíkrar ráðstöfunar minnk- aður talsvert (Kjarasamningur 2005). Loks fengu foreldrar aukna hlutdeild í skólastarfinu með grunnskólalögunum árið 1995 jafnframt því sem starfsmenn skólanna skyldu vinna að því að efla samstarf heimila og skóla. Hlutverk skólastjóra – kröfur, mótsagnir og togstreita Eins og að framan greinir hafa lög og kjarasamningar áhrif á hlutverk skólastjóra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.