Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 98

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 98
98 bReyTIngAR Á HlUTVeRkI SkÓlASTJÓRA í gRUnnSkÓlUm en áður var. Rannsóknir Guðnýjar Guðbjörnsdóttur (2001), Gunnars Finnbogasonar (1996) og Blackmore (1998), sem minnst var á hér að framan, skjóta stoðum undir þessar ályktanir. í greinum þessara fræðimanna er fjallað um áhrif aukins þrýstings af hálfu stjórnvalda á hlutverk skólastjórnenda. Breytingar á ytra umhverfi, sem fylgdu flutningi grunnskólans til sveitarfélaga árið 1995, urðu til þess að bilið milli hins ákjósanlega og raunverulega jókst verulega frá árinu 1991 til 2001. Nýjar kröfur og breytt samskipti við fræðsluyfirvöld eru hugsan- lega skýringin á þessum mun. Á árinu 2006 hefur aftur dregið saman í þessum efnum enda hafa skólastjórar haft um áratug til að laga sig að breyttum aðstæðum. Enn er þó talsverður munur á því sem þeir vilja og gera. Ennþá er viðfangsefnið stjórnun og um- sýsla í fyrsta sæti í raunverulegri röðun en árið 2006 vildu skólastjórar sjá það í sjöunda sæti. Þetta bendir til þess að mörg viðfangsefni sem falla undir þetta verksvið séu að mati þeirra íþyngjandi og taki of mikinn tíma frá öðrum veigameiri viðfangsefnum. Tilkoma deildarstjóra virðist hafa auðveldað skólastjórum að móta hlutverk sitt en þeir telja að deildarstjórar hafi skapað þeim aukin tækifæri til að sinna ákjósanlegum verkefnum. Hlutdeild deildarstjóra kann að vera ein skýringin á því að bilið milli raunverulegrar röðunar og ákjósanlegrar hefur minnkað verulega frá árinu 2001. Þá er ósvarað þeirri spurningu hvers vegna skólastjórar nýta sér ekki vinnuframlag deild- arstjóra meira til verkefna sem þeir vilja síður sinna. Starfsmenn sem auðlind Starfsmannamál eru sífellt meira í brennidepli enda er starfsfólk mesta auðlind hverrar stofnunar og brýnt að nýta það til góðra verka. Undir viðfangsefnið starfsfólk í könnun- unum sem greint var frá hér að framan falla þættir á borð við ráðningar, ráðgjöf og mat og stuðning við þá sem í skólunum starfa. í fyrri rannsóknum greinarhöfunda hefur áherslan á starfsmannamál sveiflast nokkuð en í rannsókninni 2006 vekur athygli að starfsfólk skipar annað sæti bæði í raunverulegri og ákjósanlegri forgangs- röð helstu viðfangsefna skólastjóra. Starfsfólk hefur þannig færst nokkuð upp frá árinu 1991 þegar skólastjórar settu þetta viðfangsefni í fimmta og sjötta sæti í ákjós- anlegri röðun. Þessi niðurstaða bendir til þess að íslenskir skólastjórar líti í vaxandi mæli á sig sem starfsmannastjóra. Ástæðan kann að vera sú að þeir álíti að gæði og árangur í skólastarfi sé að miklu leyti háð starfsmönnum og starfsmannastjórnun. Hugsanlega telja þó einhverjir skólastjórar að þátttaka kennara í ákvörðunum sé ill nauðsyn sem komi gæðum skólastarfs lítið við. í Reykjavík kann ein ástæðan fyrir þessari áherslu á starfsmannamál að vera sú að skólastjórum er nú skylt að taka viðtöl við alla starfs- menn árlega. Þótt óvíst sé hvort þeirri skyldu er framfylgt í öllum tilvikum má ætla að tilkoma deildarstjóra árið 2001 hafi auðveldað skólastjórum þetta viðfangsefni. Vel má því vera að skólastjórar verji auknum tíma í vinnu með starfsfólki vegna tilkomu deildarstjóra enda telja þeir að deildarstjórar hafi m.a. gert þeim kleift að sinna ráðgjöf við starfsfólk. önnur ástæða kann að vera sú að skólastjórar telji vinnu við gerð end- urmenntunaráætlana og skipulag og framvæmd þróunaráætlana falla undir vinnu sína með starfsfólki en nærri helmingur skólastjóra kvað svigrúm sitt til að sinna þessum tveim málaflokkum hafa aukist.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.