Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 101

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 101
101 bÖRkUR HAnSen, ÓlAFUR H. JÓHAnnSSOn, STeInUnn HelgA lÁRUSdÓTTIR að vera talsvert meiri en nú er. Skólastjórar í fjölmennum skólum telja áhrif foreldra minni í þessum efnum en þeir sem eru í fámennum skólum. Skólastjórarnir virðast því vilja auka tengslin við foreldra og auka áhrif þeirra á hegðun og samskipti nemenda. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart í ljósi þess að menntun og uppeldi grunnskóla- barna er samstarfsverkefni heimila og skóla. Þá ber að athuga að hegðunarvandkvæði ýmiss konar eru allmikil í mörgum skólunum, eins og athugun Ingvars Sigurgeirsson- ar og Ingibjargar Kaldalóns á hegðunarvanda í grunnskólum Reykjavíkur 2005–2006 bendir til (Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006). Mat skólastjóra á áhrif- um foreldra á þessa þætti er einnig athyglisvert í því ljósi að skólastjórar geta haft á valdi sínu að þróa þá, þ.e. þeir geta aukið áhrif foreldra á hina ýmsu þætti skólastarfs- ins ef þeir svo kjósa. Þessi sýn kann þó að vera of einföld enda heyrist oft að skólum gangi illa að fá foreldra til virkrar þátttöku í skólastarfinu. niðurlag Umhverfi grunnskóla hefur breyst mikið á síðustu árum og áratugum. Slíkar breytingar hafa með ýmsum hætti áhrif á skólastarf og þar með hlutverk þeirra sem í skólunum starfa. Hlutverk skólastjóra sem leiðtoga og stjórnenda hefur því breyst og þróast. í þeirri rannsókn sem hér var fjallað um var athyglinni beint að stöðu og hlut- verki skólastjóra á breytingatímum. Leitast var við að bera niðurstöður saman við fyrri rannsóknir höfunda. Til viðbótar fyrra rannsóknarefni, um röðun viðfangsefna eftir mikilvægi, voru skólastjórar nú beðnir að leggja mat á áhrif þriggja aðila á skóla- starfið, kennara, millistjórnenda og foreldra. Segja má að starfsmenn hvers skóla séu helsta auðlind hans. Fagleg forysta skóla- stjóra hlýtur því að beinast í auknum mæli að því að virkja kennara til forystu með því að dreifa valdi og ábyrgð innan skólans. Niðurstöður benda til þess að skólastjórum sé þetta ljóst og því leggi þeir vaxandi áherslu á starfsmannamál, einkum að virkja kenn- ara við stefnumótandi ákvarðanir. En skólastjórar virðast telja það vissum erfiðleikum bundið að virkja kennara til forystu. Þar kunna ýmsar hindranir að vera á vegi, svo sem hefðir, skilgreiningar á vinnutíma kennara og dulin átök um forræði yfir kennslu. Þessar hindranir þarf að greina og leita leiða til að ryðja þeim úr vegi. Skólastjórar ráða miklu um það hvernig samskiptum skóla og heimila er hagað. Þessi rannsókn leiðir í ljós að skólastjórar telja mikilvægt að auka tengsl við foreldra. Skoðanir skólastjóra og foreldra á því hvað mikilvægast sé að hafa samstarf um geta verið ólíkar. Skólastjórum kann því að veitast erfitt að finna samstarfinu farsælan farveg. Áherslan á foreldrasamstarf er tiltölulega ný og því má ætla að það geti tekið skóla og foreldra nokkurn tíma að þróa samstarfið þannig að allir geti vel við unað. Skólastjórar virðast almennt ánægðir með þá breytingu sem varð á stjórnkerfi skóla með tilkomu deildarstjóra enda virðist hún hafa auðveldað þeim að móta hlutverk sitt. aðrar rannsóknir höfunda (Börkur Hansen o.fl., 1994; 2002) hafa á hinn bóginn bent til þess að kennarar séu ekki eins sáttir við störf deildarstjóra og skólastjórarnir eru. Hér er því einnig verk að vinna fyrir skólastjóra, þ.e. að finna starfi og hlutverki millistjórn- enda þann farveg að framlag þeirra nýtist og um þá ríki sátt innan skólanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.