Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 108

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 108
108 mAT Á SkÓlASTARFI Fjallað er um hlutverk kenninga og vísinda í matsfræðum, hvernig kenningar nýtast við að byggja upp þekkingu og hvenær þær eru viðeigandi og hvenær ekki. í fjórða kafla er gerð grein fyrir fimm matsnálgunum og byggir höfundur á þekktri flokk- un Bandaríkjamannanna Fitzpatrick, Sanders og Worthen. auk þess að kynna mark- miðs-miðað mat er horft af sjónarhóli stjórnenda, neytenda, sérfræðinga og þátttak- enda. Hver og ein matsnálgun er kynnt og skýrð, fjallað er um kosti og galla og valin mats-líkön kynnt. í lok kaflans eru tekin dæmi úr skólastarfi með ólíkri nálgun. Hinn eiginlegi undirbúningur matsferlisins er ræddur í fimmta og sjötta kafla. Skipulagning og undirbúningur matsins er efni fimmta kafla þar sem gerð er grein fyrir mikilvægi undirbúnings, fjallað um helstu skref sem þarf að taka, tilgreint hvaða spurningum þarf að svara og nefndir helstu þættir sem geta orðið hindranir í mats- starfi. í sjötta kafla er gerð ítarleg grein fyrir sundurgreinandi og samtengjandi mats- spurningum og því hvernig viðmið eru valin til að túlka gögnin. Framkvæmdin, sem felur í sér öflun gagna, greiningu þeirra og túlkun, er rædd í sjöunda kafla en skýrslugerð og kynning niðurstaðna er viðfangsefni áttunda kafla. í báðum köflum eru hagnýt ráð um álitamál sem matsfólk getur staðið frammi fyrir og gagnlegar leiðbeiningar um val á rannsóknaraðferðum og gerð skýrslu. í síðasta meginkafla bókarinnar, þeim níunda, er fjallað um siðfræði mats. Þar er fjallað um samskipti matsfólks og hagsmunaaðila út frá nokkrum sjónarhornum og kynntir bandarískir matsstaðlar sem víða eru notaðir. í lokakaflanum kynnir höfundur fleiri leiðir sem fara má við mat á skólastarfi. Einnig er farið inn á mikilvægt en við- kvæmt svið í íslenskri skólamálaumræðu, þ.e. mat á frammistöðu kennara. Spurning- unni hvað valdi því að mat á frammistöðu kennara, sem notað er víðast erlendis, er svo lítið notað hérlendis er látið ósvarað þótt höfundur hafi vafalítið heilmikið fram að færa um það efni. Mikilvægt er að út komi fræðibækur á íslensku og þær séu skrifaðar af sérfróðu fólki með íslenskar aðstæður í huga. Þetta er meðal annars mikilvægt vegna þess að íslenskt efni er lesendum aðgengilegra en erlent. Þá getur efni á íslensku ýtt undir faglega umræðu, jafnvel að meira verði ritað um viðfangsefnið á íslensku. Bókin Mat á skólastarfi á einnig að geta hvatt lesendur til að dýpka þekkingu sína með því að lesa um efnið á erlendum málum. Inngangur bókarinnar ásamt fyrri hluta kaflans um siðfræði mats mætti vera skyldulesefni í grunnnámi allra kennara og ætti að vera á náttborði allra skólastjórn- enda, í raun allra sem leggja stund á uppeldis- og menntavísindi, og jafnvel heilbrigðis- vísindi, þar sem tekin eru allmörg dæmi af mati á ýmsum sviðum. Eins ætti bókin að nýtast vel fagfólki í forvarnastörfum en tekin eru nokkur gagnleg dæmi af þeim vett- vangi. Til samanburðar á ólíkum matshefðum hefði verið fróðlegt að sjá ítarlegri samantekt um önnur ríki en Bandaríkin og þannig mátt draga fram skýrari mun á þeim leiðum sem einstök ríki hafa farið. Hins vegar er ljóst að höfundur þekkir meginstrauma í matsfræðum vel og bera heimildir þess gott vitni. Þó eru flestar tilvitnanir og dæmi úr bandarísku samhengi og hallar þar talsvert á lærdóm sem draga má af evrópskri reynslu. Undirrituð saknar markvissrar umfjöllunar um íslenskan raunveruleika. Slík
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.