Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 113

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 113
113 H A l l d Ó R A H A R A l dS d ÓT T I R á að það þurfi að eiga sér stað breyting þannig að flutningur á milli skólastiga feli í sér hvatningu, örvun og áskorun fyrir börnin. Gangan yfir skólabrúna þarf að fela í sér „breytingar og stöðugleika, jafnvægi og jafnvægisleysi, samhengi og samhengisleysi“ (bls. 172). Brúargangan er stór viðburður í lífi hvers barns, líta þarf á hana sem ferli en ekki einstakan atburð og mikilvægt að vel takist til. Síðustu áratugi hafa ýmsar þjóðfélagsbreytingar leitt til þess að skólakerfið er orðið mun mikilvægari þáttur í umönnun, uppeldi og menntun ungra barna. Rannsóknir hafa sýnt fram á langtímaáhrif menntunar fyrstu æviáranna á alhliða þroska einstak- lingsins. í bókinni Lítil börn með skólatöskur er byggt á þessum forsendum, gerð er grein fyrir fjölda rannsókna á mótum skólastiga og skýr mynd dregin upp af viðfangsefn- inu. að mínu mati hefði hins vegar mátt gera meira úr fræðilegum þætti þessa verks til að ná enn skýrar fram markmiðum bókarinnar. Ég nefni í þessu samhengi hugtakið valdefling (e. empowering) en það hefði mátt skýra nánar (sjá t.d. Ira Shor 1992) og setja í víðara fræðilegt samhengi, svo sem við félagslega hugsmíðahyggju (e. socio-con- structivist approach) í anda hugmyndafræði Vygotsky og Bruner. Hugmyndir þeirra falla vel að norræna líkaninu sem kynnt er í bókinni og þeirri hugsun að nám eigi sér stað nánast frá fæðingu. Félagsleg hugsmíðahyggja byggist á þeirri hugmynd að félagsleg samskipti hafi áhrif á vitsmunaþroska einstaklings, litið er á nám sem félags- lega athöfn þar sem samvinna og samspil við aðra einstaklinga gegnir lykilhlutverki (J. L. Frost 2008). Enn er of snemmt að svara spurningunni um það hvort Jóhanna nái því mark- miði sínu með útgáfu bókarinnar að hafa áhrif til umbóta og stefnumótunar, en bókin hefur alla burði til þess og hún kemur út á tíma þegar mikilla breytinga er að vænta í skólastarfi. Á þessu ári tóku gildi lög um menntun og ráðningu kennara við leik- skóla, grunnskóla og framhaldsskóla (2008). í lögunum er gert ráð fyrir möguleika á sveigjanlegum rétti leikskólakennara og grunnskólakennara á yngsta stigi, í kennslu fjögurra til átta ára gamalla barna. Lögin gefa kennaramenntastofnunum möguleika á nýjum tækifærum og gera nánast kröfu um meiri samkennslu leik- og grunnskóla- kennaranema þar sem sjónum er beint að námi barna á fyrrnefndu aldursskeiði. Það má ætla að niðurstöður rannsókna sem Jóhanna kynnir hér, eða í fyrri birtingum, hafi verið hafðar til hliðsjónar við endurskoðun laga um skólastigin árið 2008, eink- um leikskólalaganna. Þó að umfjöllun um samstarf skólastiganna sé ekki fyllilega sambærileg í lögum hvors skólastigs um sig er hún skýrari en í fyrri lögum (Lög um grunnskóla 1995, Lög um leikskóla 1994). Það kemur síðan til kasta skólayfirvalda í sveitarfélögum og einstakra skólastofnana að útfæra lögin. Jóhanna er framsækin í hugsun; hún leggur áherslu á mikilvægi þess að skapa sam- fellu í menntun barna á mótum skólastiga þar sem reynsla þeirra er virt en að breyt- ingin feli jafnframt í sér ný og ögrandi viðfangsefni. Verk Jóhönnu er mikilvægt og sannarlega þarft framlag til stefnumörkunar kennaranáms við háskólana og útfærslu á tengslum leik- og grunnskóla á vegum sveitarfélaga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.