Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 123

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 123
123 STeInUnn HelgA lÁRUSdÓTTIR leið eitt af hennar aðalsmerkjum sem fræðimanns. í þessu felst viðurkenning á því að skóli og skólastarf séu ekki einangruð fyrirbæri heldur mótist starf og starfshættir af pólitískum stefnum og straumum utan veggja skólans. í slíkri nálgun felst fræði- leg djörfung, ekki síst þegar um er að ræða yfirlýstan femínista og brautryðjanda í kvennarannsóknum og fyrrverandi stjórnmálamann. að þessu leyti sver Guðný sig mjög í ætt við ástralskar og nýsjálenskar fræðikonur á borð við Blackmore, Sinclair og Strachan sem hún vísar tíðum til. Víða í skrifum Guðnýjar er vikið að áhrifum nýfrjáls- hyggjunnar á stöðu jafnréttismála. Niðurstaða hennar er sú að meðan nýfrjálshyggja sé ráðandi stefna í menntamálum sé brýnt að skoða jafnréttismál í víðu samhengi. Til þess telur Guðný nauðsynlegt að beita svonefndum jafnréttismælikvörðum. Vegna þess hversu víða Guðný vísar til nýfrjálshyggju sakna ég þess að í bókinni er ekki að finna heildstæða umfjöllun um þessa stefnu og birtingarform hennar í mennta- pólitískri stefnumótun. Hér skal á það minnt að fræðasviðið stjórnun og forysta hefur mikla karllæga slag- síðu. Námsefnið er að stærstum hluta samið af körlum og hvílir á rannsóknum sem gerðar hafa verið af körlum meðal karla. Síðustu þrjá til fjóra áratugina hafa verið gefnar út bækur um stjórnun og forystu sem annaðhvort eru byggðar á athugunum á stjórnunarháttum kvenna eingöngu eða beggja kynja. Flestar bókanna eru skrif- aðar af konum. Bók Guðnýjar er af þessu tagi þótt hún taki til fleiri þátta en forystu og kynferðis. í bókinni er lítið fjallað um dagleg störf stjórnenda, um kenningalegan grunn stjórnunar og forystu eða hvernig megi efla forystu í skólum. Hún kemur því ekki í stað þess efnis sem er lagt til grundvallar námi í menntastjórnun en er mikilvæg viðbót við það. Með hóflegri bjartsýni má leyfa sér að vona að þeir tímar renni upp að í öllum námsbókum takist að samþætta sjónarmið beggja kynja þannig að á hvorugt halli. Mikill fengur er að bók Guðnýjar. Hún á erindi til allra þeirra sem láta sig jafnrétt- ismál varða en einkum til foreldra, kennara og stjórnenda á öllum skólastigum. Síðast en ekki síst á hún brýnt erindi við þá sem bera ábyrgð á kennaramenntun. í upphafi bókarinnar bendir Guðný á hversu lítil tengsl virðast vera milli fræðilegra rannsókna og skólastarfs og hversu alvarleg sú staða sé (bls. 16). Hún lýsir þeirri von sinni að bókin og námskeiðin sem hún hefur staðið fyrir verði „lóð á þá vogarskál að þekking- in verði sem heildstæðust og að fræðin, jafnréttisbaráttan, skólinn og stjórnvöld styðji hvert annað betur en hingað til – til stuðnings auknu jafnrétti, virkara lýðræði og betra þjóðfélagi“ (bls. 23). Það er mat mitt að efni bókarinnar sé einmitt vel til þess fallið að mynda slíkt net þekkingar og skilnings milli umræddra hópa. Um höfund Steinunn Helga Lárusdóttir (shl@hi.is) er lektor við Menntavísindasvið Háskóla íslands. Hún lauk lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla íslands árið 1975, M.Ed.- prófi í menntastjórnun frá Háskólanum í Illinois, Urbana-Champain árið 1982 og doktorsprófi frá Lundúnaháskóla 2008. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að skólastjórnun, skólaþróun og kynjafræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.