Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 123
123
STeInUnn HelgA lÁRUSdÓTTIR
leið eitt af hennar aðalsmerkjum sem fræðimanns. í þessu felst viðurkenning á því
að skóli og skólastarf séu ekki einangruð fyrirbæri heldur mótist starf og starfshættir
af pólitískum stefnum og straumum utan veggja skólans. í slíkri nálgun felst fræði-
leg djörfung, ekki síst þegar um er að ræða yfirlýstan femínista og brautryðjanda í
kvennarannsóknum og fyrrverandi stjórnmálamann. að þessu leyti sver Guðný sig
mjög í ætt við ástralskar og nýsjálenskar fræðikonur á borð við Blackmore, Sinclair og
Strachan sem hún vísar tíðum til. Víða í skrifum Guðnýjar er vikið að áhrifum nýfrjáls-
hyggjunnar á stöðu jafnréttismála. Niðurstaða hennar er sú að meðan nýfrjálshyggja
sé ráðandi stefna í menntamálum sé brýnt að skoða jafnréttismál í víðu samhengi. Til
þess telur Guðný nauðsynlegt að beita svonefndum jafnréttismælikvörðum. Vegna
þess hversu víða Guðný vísar til nýfrjálshyggju sakna ég þess að í bókinni er ekki
að finna heildstæða umfjöllun um þessa stefnu og birtingarform hennar í mennta-
pólitískri stefnumótun.
Hér skal á það minnt að fræðasviðið stjórnun og forysta hefur mikla karllæga slag-
síðu. Námsefnið er að stærstum hluta samið af körlum og hvílir á rannsóknum sem
gerðar hafa verið af körlum meðal karla. Síðustu þrjá til fjóra áratugina hafa verið
gefnar út bækur um stjórnun og forystu sem annaðhvort eru byggðar á athugunum
á stjórnunarháttum kvenna eingöngu eða beggja kynja. Flestar bókanna eru skrif-
aðar af konum. Bók Guðnýjar er af þessu tagi þótt hún taki til fleiri þátta en forystu
og kynferðis. í bókinni er lítið fjallað um dagleg störf stjórnenda, um kenningalegan
grunn stjórnunar og forystu eða hvernig megi efla forystu í skólum. Hún kemur því
ekki í stað þess efnis sem er lagt til grundvallar námi í menntastjórnun en er mikilvæg
viðbót við það. Með hóflegri bjartsýni má leyfa sér að vona að þeir tímar renni upp að
í öllum námsbókum takist að samþætta sjónarmið beggja kynja þannig að á hvorugt
halli.
Mikill fengur er að bók Guðnýjar. Hún á erindi til allra þeirra sem láta sig jafnrétt-
ismál varða en einkum til foreldra, kennara og stjórnenda á öllum skólastigum. Síðast
en ekki síst á hún brýnt erindi við þá sem bera ábyrgð á kennaramenntun. í upphafi
bókarinnar bendir Guðný á hversu lítil tengsl virðast vera milli fræðilegra rannsókna
og skólastarfs og hversu alvarleg sú staða sé (bls. 16). Hún lýsir þeirri von sinni að
bókin og námskeiðin sem hún hefur staðið fyrir verði „lóð á þá vogarskál að þekking-
in verði sem heildstæðust og að fræðin, jafnréttisbaráttan, skólinn og stjórnvöld styðji
hvert annað betur en hingað til – til stuðnings auknu jafnrétti, virkara lýðræði og betra
þjóðfélagi“ (bls. 23). Það er mat mitt að efni bókarinnar sé einmitt vel til þess fallið að
mynda slíkt net þekkingar og skilnings milli umræddra hópa.
Um höfund
Steinunn Helga Lárusdóttir (shl@hi.is) er lektor við Menntavísindasvið Háskóla
íslands. Hún lauk lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla íslands árið 1975, M.Ed.-
prófi í menntastjórnun frá Háskólanum í Illinois, Urbana-Champain árið 1982 og
doktorsprófi frá Lundúnaháskóla 2008. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að
skólastjórnun, skólaþróun og kynjafræðum.