Búnaðarrit - 01.01.1981, Page 58
42
BÚN AÐARRIT
fyrra ári eða um 415 tonn alls, enda mun hafa verið u. þ. b.
3000 m2 minna fyrir gúrkur en 1979. Magn uppskeru eftir
mánuðum var á þessa leið: Mars 10.906 kg, apríl 46.957 kg,
maí 43.325 kg, júní 63.510 kg, júlí 61.156 kg, ágúst 58.350
kg, september 41.504 kg, nóvember 638 kg. Tölur einstakra
mánaða eru frá S. F. G. Fjárhagsafkoma í gúrkurækt varð
mjög viðunandi á árinu, þótt nokkur afföll yrðu meðan að
uppskera var í hámarki. Lægsta heildsöluverð var 700,- g.kr.
fyrir I. fl. og 500.- g.kr. fyrir II. fl. Salatræktun jókst enn og
var magn salats, sem barst til S. F. G., 215.500 stk., en alls
um 250.000 stk. Sala var allgóð og fer vaxandi, en þó urðu
talsverð tímabundin afföll.
Framleiðsla og sala papriku fór vaxandi og virðist enn
nokkurt svigrúm fyrir aukna ræktun. Heildaruppskera var
um 20.4 tonn. Ræktun og sala gulróta í gróðurhúsum gekk
vel, en ekki er grundvöllur fyrir slíkri ræktun nema í ódýrum
húsum, þar sem litlu er til kostað. Hins vegar er markaður
öruggur. Ýmis smáræktun í gróðurhúsum, s. s. steinselju,
blaðlauks, bauna, grænkáls o. fl., gekk vel, en skoðast nánast
sem nýting á rými og þjónusta við markaðsþarfir.
Ég fylgdist með flokkun afurða hjá S. F. G., eftir því sem
við varð komið. Markaðsmál grænmetis hafa þróast jafnt og
þétt til betri vegar, bæði hvað snertir flokkun, geymslu og
sölu, enda þótt enn megi finna þætti, sem mættu betur fara.
Útirækt gekk með besta móti, vorið var áfallalítið, en víða
voru nokkrir erfiðleikar við vinnslu garðlanda vegna bleytu.
Útplöntun gekk vel, en langvinnir þurrkar í júní töfðu
vöxt nokkuð, þar sem vökvakerfi voru ekki fyrir hendi. Hins
vegar voru vaxtarskilyrði ágæt í júlí, ágúst og september og
uppskera mikil að vöxtum og gæðum.
Hins vegar kom frost þann 8. október og stóð samfellt til
20. október. Fór frost við jörð niður í - 15° C. Margir höfðu
ekki lokið uppskeru á hvítkáli, rófum o. fl. tegundum. Varð
sums staðar tilfinnanlegt tjón, og er vitað um a. m. k. 80 tonn
af hvítkáli, sem eyðilögðust í þessum frostakafla. Verður