Búnaðarrit - 01.01.1981, Síða 419
HÉRAÐSSÝNINGAR Á HRÚTUM
403
Besti hrútur sýningarinnar var Þorri frá Mávahlíð, eigandi
Mávahlíðarbúið, Fróðárhreppi. Faðir Rútur 76923 frá
Gullberastöðum, sem notaður er á sæðingarstöðinni í Borg-
arnesi, móðir Bryðja 411, Mávahlíð, dóttir Soldáns 71870
frá Hesti, mm. Svörtudóttir, mmf. Roði 71007, sonur Fífils
frá Hjarðarfelli. Það standa að Þorra mjög góðir fjárstofnar
og hafa þeir Soldán og Rútur reynst mjög vel sem kynbóta-
gripir þar sem þeir hafa verið notaðir. Þorri hlaut 91 stig fyrir
byggingu, sem er sérstaklega mikið, og þessa umsögn: „Þorri
er mjög jafnvaxin og fögur kind. Hann er níðþungur og
lágfættur. Herðar, bringa, bak, malir og læri eru frábær að
lögun og holdfyllingu. Ullin er allmikil og fótstaðan með
afbrigðum góð.“ Hann er metfé að allri gerð og lætur lítið
yfir sér, eins og flestar góðar kindur gera. Þarna er um að
ræða óvanalega gerð af veturgamalli kind. Annar bestur í
röð var Svanur frá Knerri í Breiðuvík, eigandi Friðgeir
Karlsson. Svanur er heimaalinn, faðir Kjarni 75921 frá
Hjarðarfelli, sonur Soldáns 71870 frá Hesti, en Kjarni hefur
verið notaðurásæðingarstöðinni í Borgarnesi undanfarin ár.
Móðir er 510 á Knerri. Svanur hlaut 87,5 stig fyrir byggingu
og þessa umsögn: „Svanur er klettþungur og lágfættur,
bringu- og útlögumikill, með sterkt og holdmikið bak, úrvals
mala- og lærahold og hefur góða og mikla ull. Fótstaða er
góð og svipur ræktarlegur." Þriðji í röð var Gosi frá Knerri í
Breiðuvík, eigandi sami og að Svan. Gosi er heimaalinn.
Faðir er Rútur 76923 frá Gullberastöðum og er Gosi því
hálfbróðir Þorra frá Mávahlíð. Móðir er nr. 6, Knerri. Hann
hlaut 87,5 stig fyrir byggingu og eftirfarandi umsögn: „Gosi
er fríð kind, með óvanalega ull, holdfylltar herðar og sívalan
brjóstkassa, mala- og læraholdin eru frábær, ullin er mikil að
gæðum og vöxtum og fótstaða er ágæt.“ Aðra heiðursverð-
launa hrúta og umsagnir um þá á þessari sýningu er að finna í
skrifum um viðkomandi sveitasýningu, þar sem þeir eiga
heima. Af 35 hrútum, sem voru á héraðssýningunni, voru 27
synir sæðisgjafanna, sem notaðir hafa verið og eru á sæðing-
27