Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 446
430
BÚNAÐARRIT
1 2 3 4
G. Móðir: Bolla 74073, 6 v. 73,0 96,0 20,5 127
Synir: Óöinn, 4 v., I. vl. 102,0 111,0 25,0 130
Krúsi, 2 v., I. vl. 106,0 110,0 26,5 122
Dætur: 1 ær, 2 v., tvíl. . . 65,0 95,0 20,0 124
2 ær, 1 v., mylkar 62,0 94,5 19,8 116
1 gimbrarl., einl. 47,0 80,0 19,0 117
Mygla 73180 Elvars Eylert Einarssonar er heimaalin, f.
Moldi 72094, m. Mókola. Hún er ljósgrá, hyrnd, í meðallagi
bollöng og með ágætar útlögur, jafnvaxin. Afkvæmin eru
hyrnd, fjögur hvít og eitt grátt. Þau hvítu gul á haus og fótum
og eitthvað gul á bol. Þau eru fíngerð, með fremur góðar
útlögur, bak- og malahold sæmileg og lærahold á sumum
ágæt. Veturgamli sonurinn II. verðlauna kind, tvævetlan
ágætlega gerð. Mygla er ágæt afurðaær, hefur alltaf verið
tvílembd og hefur 7,4 í afurðastig.
Mygla 73180 hlaut II. verdlaun fyrir afkvæmi.
B. Gráfríð 74216 Sigurjóns Jónassonar, Syðra-Skörðugili,
er heimaalin, f. Moldi 72094, m. Gulfríð 72. Hún er grá,
hyrnd, fínbyggð ær og holdgóð. Afkvæmin eru öll hvít,
hyrnd, fölgul eða gul á haus og fótum, sum með mikla vel
hvíta ull, en önnur með gular illhærur á bol, þau eru nokkuð
sundurleit að gerð. Veturgamli sonurinn er holdgóð I. verð-
launa kind, en aðeins grófur um herðar. Önnur tvævetlan er
bollöng, rýmismikil og mjög holdgóð, og veturgamla ærin
ágætlega gerð, hinar snotrar. Gráfríð er ágæt afurðaær, hefur
alltaf verið tvílembd og hefur 6,9 í afurðastig.
Gráfríð 74216 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
C. Augabotna 75356 sama eiganda er heimaalin, f. Angi
68875, m. Botna 81. Hún er svartbotnótt, hyrnd, með síval-
an brjóstkassa og ágæt bak-, mala- og lærahold. Afkvæmin
eru hvít, hyrnd, sum alhvít, önnur gul á haus og fótum, með
fíngerða hvíta ull. Þau eru mjög holdgóð og jafnvaxin. Son-