Búnaðarrit - 01.01.1981, Síða 447
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1980
431
urinn Helmingur er ágæt I. verðlauna kind, fullorðnu dæt-
urnar allar ágætlega gerðar og gimbrarlambið djásn.
Augabotna hefur alltaf verið tvílembd og hefur 7,8 í afurða-
stig.
Augabotna 75356 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. 75351 sama eiganda er heimaalin, f. Brútur 74099, m.
Gelda-Hvít 124. Hún er hvít, hyrnd, gul á haus og fótum,
með illhæruskotna ull. Hún er bollöng, með góðar útlögur,
sæmilega holdfyllt á baki, mölum og í lærum, sterkbyggð, en
í grófara lagi. Afkvæmin eru öll hvít, hyrnd, gul á haus og
fótum, sum eitthvað gul á bol. Þau eru bollöng, með fremur
þrönga bringubyggingu fram, en allgóða aftur, sæmilega
holdgóð. Tvævetri sonurinn er allgóð I. verðlauna kind,
lambhrúturinn tæplega hrútsefni, dæturnar álitlegar afurða-
ær. 75351 hefur tvisvar verið þrílembd og tvisvar einlembd
og hefur 7,1 í afurðastig.
75351 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
E. Augasvört 75320 Einars E. Gíslasonar, Syðra-Skörðugili,
er heimaalin, f. Angi 68875, m. Botna 81. Hún er svört,
hyrnd, í meðallagi bollöng, með ágætar útlögur og framúr-
skarandi holdfyllingu á baki, mölum og í lærum, jafnvaxin og
ræktarleg. Afkvæmin eru fjögur hvít og eitt svart, öll hyrnd.
Þau eru fremur bollöng, með breiða, framstæða bringu og
sívalan brjóstkassa. Bak-, mala- og lærahold eru framúr-
skarandi góð nema á veturgamla syninum, sem er góð II.
verðlauna kind. Lambhrúturinn er afbragðs hrútsefni og.
gimbrin ágætt ærefni. Augasvört hefur verið tvílembd nema
einu sinni og hefur 6,9 í afurðastig.
Augasvört 75320 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
F. Vond 75333 sama eiganda er heimaalin, f. Moli 70869, m.
Vond 162. Hún er hvít, hyrnd, björt á haus og fótum, með
mjög fíngerða hvíta ull. Hún er jafnvaxin, fremur holdþunn