Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 12
122
MORGUNN
net sem miðils og ýmsra votta, hefi eg séð móður mína og
frænda minn, ungmennið Oscar Hornung, jafn-greinilega sem
eg hefi nokkuru sinni séð þau í lífinu — svo greinilega, að
eg gat nærri því talið hrukkurnar á öðru þeirra og freknurn-
-ar á hinu.
í myrkrinu birtist andlit móður minnar skínandi bjart,
fult af friði, ánægjulegt, og hallaðist ofurlítið til annarar hlið-
ar, með lokuð augu. Konan mín, sem sat hægra megin við mig,
og daman, sem sat vinstra megin, sáu þetta báðar jafn-ljóst
og eg sá það. Daman hafði ekki þekt móður mína lifandi, en
nú sagði hún: „En hvað hún er dásamlega lík syni sínum,“
og það sýnir, hvað andlitsdrættimir voru greinilegir.
í viðurvist Mr. Evans Powell kom framliðinn sonur minn
til mín. Sex menn heyrðu samtal hans við mig, og skrifuðu á
eftir undir skýrslu um það. Það var hans rödd og hann tal-
aði um það, sem miðlinum var ókunnugt um. Miðillinn var
í böndum og dró þungt andann í stól sínum. Ef ekki á að
taka trúanlegan vitnisburð sex vel metinna og heiðarlegra
manna, hvernig á þá að sanna nokkurt mannlegt atriði?
Bróðir minn, Doyle hershöfðingi, kom framliðinn hjá
sama miðlinum, en í annað skifti. Hann talaði um heilsufar
ekkjunnar sinnar. Hún var dönsk og hann vildi fá hana til að
nota nuddlækni í Kaupmannahöfn. Hann kom með nafnið á
manninum. Eg spurðist fyrir um þetta og komst að raun um
það, að þessi maður var til. Hvaðan lrom þessi vitneskja?
Hver var það, sem lét sér svona umhugað um heilsufar þess-
arar konu? Ef það var ekki framliðinn maður hennar, hver
var það þá?
Allar hárfínar kenningar um undirvitundina verða að
•engu andspænis þessari óbrotnu staðhæfing vitsmunaverunnar
sjálfrar: „Eg er framliðinn maður. Eg er Innes. Eg er bróð-
ir þinn.“
Eg hefi tekið í líkamaðar hendur.
Eg hefi átt langar samræður við raddir utan við miðilinn.
Eg hefi fundið hina einkennilegu lvkt af útfrymi, sem
líkist lvktinni af ozone.