Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 61
MORGUNN
171.
yrða, að aldrei hafi verið þveginn. Og það hygg eg, að hið'
versta úr matnnm hafi lent í þessum aski. Sérstaklega er mér
enn í dag minnisstætt, hve mikið mér var skamtað af grá-
sleppuhveljum og úrgangsfiskmeti. Eg var aldrei látinn borSa
með öðrum.
Stundum bar það við, að á mig sótti lystarleysi. Fyrir
ofan riimið mitt var þiljað með bátsflald og var rifa í borð-
in. Gegnum rifu þessa kastaði eg því, er eg hafði ekki lyst
á, af því að eg þorði ekki að leifa, því aS þá átti eg vöndinn-
vísan. Hann átti aS auka lystina.
Eg átti og vini fyrir ofan flakiS. Þegar fór að hlýna í
veðri á vorin, kvað þar við söngur, sem lét mér yndislega í
eyrum, og yndislegar en alt annað. Maðkaflugurnar höfðu
fundið þetta æti og þær launuðu mér þa<5 með söng sínum.
Og eg held að eg hefði ekki séS eftir að gefa þeim af mat
mínum, þótt hann hefði verið betri en hann var. Söngur-
flugnanna var sá eini söngur, er eg heyrði á þessum bæ.
Þrír menn voru á þessum bæ, er aldrei lögðu til mín.
Þeir voru: húsbóndinn, elzti sonur þeirra hjóna og gamall mað-
ur, er Þorleifur hét. Allir aðrir voru mér vondir, nema börn-
in, er voru á líku reki og eg.
Það hygg eg, að eg muni sjaldan hafa grátiiS, nema þegar-
eg var barinn. Þó man eg eftir því einu sinni. Það var þegar
Þorleifur gamli lá á líkbörunum. Mér varð gengið að líkinu'
og stóð hjá því. Varð mér þá litið út um glugga, er sneri aö
fjósdyrunum. Sá eg þá, að börnin voru að drekka nýmjólk
úti við fjósdyr. Eg var hungraður og sárnaði mér að vera
settur hjá. Man eg, að eg óskaði þess heitt og innilega, að
eg „væri nú orðinn eins og Leifi“ og hefði mátt fara burt
af bænum með honum.
Eg man ekki betur, en að eg væri barinn því nær á hverj-
um degi í fjögur ár. Var eg orðinn þessum barsmíðnm svo
vanur, að eg var hættur að gráta, þótt eg væri hýddur með'
vendi. Vel má vera, að eg hafi átt þessar hýðingar skilið, en
stundum þótti mér sem eg væri barinn að ósekju. Til dæmis
átti eg æfinlega víst að verða barinn, ef menn á bænum kóm-