Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 15
MORGUNN
125
er skringilegt, að þeir skuli ekkert hafa lært af því, livemig
þeir urðu sér þá til minkunar.
Um sjötíu ár var neitað tilveru þessa kynlega máttar;
þeim, sem honum héldu fram, var sagt, að annaðhvort væru
þeir svikarar eöa þeir liefðu verið liafðir að leikfíflum • furöu-
verk þessa afls áttu ekki að vera annað en brellur; lækninga-
notin af því voru brennimerkt sem skottulækningar; og bann-
að var í félögum lærdómsmanna að flytja fyrirlestra um
málið.
Að lokum fór svq, að hver maður, sem kom á markað í
einliverju þorpi, gat séð aflið starfa, og fáeinir skurðlæknar,
sem voru á undan sínum tíma, eins og Braid og Esdaile, fóru
að nota kraftinn í staö svæfingarlvfja við litla holdskuröi.
Ilvað áttu mótstöðumennirnir nú aö gera ? Braid lcom þeim
úr klípunni, því að hann nefndi svefnmúkið, sem mesmerism-
inn framleiddi, dáleiðslu (hypnosis). Þetta nýja orð ruddi
:sér braut, og öll veröldin fór að verða sammála um það, að
•dáleiðslan væri sannreynd, án þess aö láta þess getið, aö
mesmerisminn, sem menn höfðu neitað svo lengi, var nákvæm-
lega þetta sama.
Auövitað ber ekki að neita því, að Mesmer skjátlaðist
í sumum efnum, alveg eins og spíritistunum hefir skjátlast.
En hjá hvorumtveggja stóöu aðalatriðin föst. Ef til vill end-
urtekur sagan sig einhvern tíma bráðum, og spíritisminn skift-
ir um nafn, sem áreiðanlega er mjög óhentugt, og þá geta
allir séð sér borgiö og kannast við, aö liann sé til.
Vísindamennina mundi furða á því, ef þeir gerðu sér þess
grein, að hjá öllum fjölda þjóðarinnar fer frægð þeirra á
•ókomnum tímum eftir afstöðu þeirra til þessa fyrirlitna mái-
•efnis, en ekki eftir þeirra sérstöku vísinda-starfsemi.
Svo mikils sem þeir voru metnir Wallace og Crookes, þá
■er þeirra um þessar mundir getið liundraö sinnum út af sál-
rænum efnum móts við hvert eitt skifti, sem minst er á það starf
þeir'ra, er lýtur að efnisheiminum. Um menn eins og Brew-
ster og Carpenter er það ekki of mikið sagt, aö þeir mundu