Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 84
194
MORGUNN
það. í nóvember s. 1. leitaði eg til aðstoóarlœknis Steingríms
E. Eyfjörð, og sagði kann, að meinið mundi ekki batna,
nema flá bólguhnútinn burtu, og það gerði hann. Varð eg
að liggja í rúminu um 5 vikur, meðan sárið var að gróa.
Síðan er fóturinn að kalla heill, en þó þoli eg illa þröngan
skó. —
Um miðjan janúar í vetur veiktist eg á sama hátt og á
sama stað í vinstri fæti. Varð bólgan eins mikil og húnhafði
verið á hægra fæti. Tók eg mér þá ferð á hendur inn að
'Oxnafelli, til að hitta ungfrú Margrétu J. Thorlacius, er þá
var búin að fá allmikið orð á sig fyrir lækningar, sem
„huldumaðurinn“ Priðrilr framkvæmir fyrir tilmæli henn-
ar. Fór eg samdægurs heim. Nóttina eftir fanst mér eg verða
var við að einhver væri hjá mér í herberginu, og greinilega
þóttist eg verða þess áskynja, er hann fór út, en engan sá
eg. Morguninn eftir var bólgan mjög rauð og með miklum
gljáa. Hafði eg þann dag mikinn sviða í henni. Næstu næt-
ur hafði eg svo sáran sviða í bólgukeppnum, að eg þoldi
ekki að láta fötin snerta hann. Var það líkast því, sem ver-
ið væri að brenna hann. Eftir viku fór bólgan að flagna
og hélzt það stöðugt við. En jafnframt flögnuninni hvarf
bólgan meir og meir, og eftir 3 vikur var hún alveg horf-
in. Er eg nú alheill í fætinum, og finn aldrei til, þó að eg
noti þröngan skó.
pess skal getið, að seinustu vikuna hafði eg bindi um
fótinn, því að skinnið var svo veikt. pá var eg veikur af
inflúenzu, svo eg lá í rúminu. Fanst mér þá einn daginn lík-
ast því sem smeygt væri fingri undir bindið og það losað
burtu. En ekki þori eg að fullyrða, að eg hafi verið vak-
andi; en svo mikið er víst, að þegar eg fór að aðgæta þetta,
lá bindið hjá fætinum. Var þá fóturinn orðinn alheill.
Hvernig sem þessu er háttað, þá er eg ekki í neinum
vafa um það, að þennan fljóta og gó'Sa bata eigi eg aS þakka
hinum ósýnilega lækni, Friðrik.
Akureyri, 11. júlí 1924.
Helgi Ágústsson.