Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 106
216
MORGUNN
brigði, eru sjónir Chevaliers de B., í bók frú Hardinge Brit-
ten’s, þegar hann átti í höggi viS það, sem hann ltallar Ele~
mentala, í skozku hálöndunum, líkastar því, sem fyrir mig:
bar um júlínóttina 1870 á Mælifellsdal.
Indriði Einarsson.
Draumvísa.
Frá manni, sem sagður er vera með öllu óhagmœltur, höfum
vér fengið eftirfarandi línur:
Aðfaranótt þriðjudagsins hins 15. janúar dreymdi mig eftirfar-
andi draum: Mjer þykir eg liggja í rúmi minu, og vera kominn á
svæði, þar sem hátíðahöld eru að fara fram. Helzt þótti mér það
vera þjóðhátíö. pykist eg heyra óminn af hljóðfæraslætti, sem er að
deyja út.
Alt í einu kemur til mín maður í brúnum fötum, glaðlegur á
svip. Hann sezt hjá mér á rúmstokkinn, bandar að mér og segir:
„Gáðu.nú að! Nú kemur ísland“. póttist eg skilja það þannig, að
nú ætti að fara að syngja eitthvert ættjarðarkvæði. Maðurinn þótti
mér vera porsteinn Erlingsson. Draumurinn varð ekki lengri. Eg
vaknaði, og var þá að raula þetta erindi:
Mér liefur stundum fundist fátt
með framkvæmdirnar ganga,
síðan að eg lagðist lágt,
með lítið undir vanga.
Erindi þetta hafði jeg hvorki lieyrt eða kunnað áður. pótti
mér það einkennilegt, fór fram úr rúminu og skrifaði það upp.
mér til minnis.
Sólbakka við Amarfjörð, 20. jan. 1924
Hjörleifur Guðmundsson.