Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 96
206
MORGUNN
íslenzkra sálarrannsókna
getiö erlendis.
Ýmsa lesendur Morguns mun reka minni til þess, að
prófessor Guðmundur Hannesson ritaði fyrir eitthvað 16 ár-
um afburSa skemtilega grein í „Norðurland" um Tilrauna-
félagið, sem þá var starfandi hér í Reykjavík, og nokkur af
þeim fyrirbrigðum, sem gerðust í viðurvist hans, hjá Ind-
riða Indriðasyni sem mibli. Þessi ritgjörð prófessorsins er
nú komin út í tímariti ameríska Sálarrannsóknafélagsins (Tiie
Journal of the American Society for Psychical Research).
Ensku þýðinguna hefir gert hr. Snæbjörn Jónsson ritari á
stjórnarráðinu, að tillilutun S. R. F. í., og er hún prýðilega
af hendi leyst. Prófessor Haraldur Níelsson hefir ritað ágæt-
an inngang að ritgjörð G. H.
Ekki hyggjum vér, að neinum geti blandast hugur um
það, að skerfurinn, sem þessir f slendingar hafa nú lagt til þessa
merka rits, sé með því skemtilegasta og eftirtektarverðasta,
sem í ritinu hefir staðið um langan tíma.
Tilraunanna í S. R. F. í. með Eineri Nielsen hefir verið
getið í allmörgum erlendum blöðum. Aðallega liafa þau flutt
yfirlýsing rannsólmarnefndarinnar, þá er send var fréttastofuin
Reuters og Ritzaus. Lang-greinilegust frásögn um árangur til-
raunanna er í danska blaðinu ,Hjemmet‘ eftir ritstj. Morguns.
Blaðið setur eftirfarandi ummæli framan við greinina:
„Greinir þær, sem „Iljemmet" hefir við og við flutt um
sálarrannsóknir nútímans og nýjasta árangur þeirra, hefir
vakið ákafa athygli með lesendum voriun, og sú athygli heldur
áfram að gera vart við sig í fjölda fyrirspurna um þetta efni.
Vér erum því ekki í neinum vafa um það, að vér verðum við