Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 125
MORGUNN
235
Fyrirbrigöa-bálkur.
i.
Húnvetningar sjá Bólu-Hjálmar í síöasta sinn.
Þar sem. starfað mun hér á landi aö rannsóknum sálar-
lífsins, leitað eftir sönnunum fyrir ódauöleik sálarinnar og-
tengdum eiginleikum milli sálna, sem ltomnar eru á annaö til-
verustig, og þeirra, sem enn dveljast hérna megin, þá er ekki
ólíklegt, að þá, sem að rannsókninni starfa, fýsi að heyra frá
þeim fyrirbrigðiun sagt, sem óyggjanlega liafa átt sér stað. Því
verður hér skýrt frá einu slíku fyrirbrigði, þó að nokkuð sé
síöan það gerðist.
Það var sumarið 1875 að við piltar hér á Geitaskaröi, Id.
um 3 e. h., í glaða sólskini og unaðar sumarblíöu, gengum úr
slœgjunni heirn til miðdegisverðar. Þegar við komum heim á
hlaðið, er þar staddur húsbóndi okkar Bjarni sýslumaður
Magnússon. Segir hann þá:
„Hann er hár í setinu þessi, sem kemur þarna sunnan að.<£
Við sjáum þá, að maður með hest í taumi kemur framan
veginn. Orð var strax gert á því, að hann færi hægt. Við piltar
dveljum það á hlaðinu í viðræðum við húsbóndann, að þegar við
förum inn, var ferðamaðurinn kominn út fyrir neðan, gegnt
bænum. Veittum við því eftirtékt, sem sérkennilegu, hvaö
hestftrnir stigu hægt og roglubundið fetið, og hesturinn, er
teymdur var, var svo sem taumlengd á eftir, en eigi fram mcð,
þótt berbakaður væri, og hitt væri venja, þegar menn höfðu
2 til reiðar. En sjerstaldega á þessari stundu vakti það at-
iiygli mína, þótt eg segði enguin þá strax frá því, að mér virt-
ist báðir hestarnir, sem brúnir voru að lit, halda liöfðinu lóð-
réttn, svo sem hvorlri vœri beizli né band við þá. Leit eg á
þetta scm aflciðing þess, hvað hægt var farið, og hestarnir því
nlgert, sjnlfráðir. — Þegar viö svo crum alvcg nýhúnir nð borðn,
kemur drengur frá bæ, sem hér er örstutt fyrir utan, og segir,
að það hafi farið maður í ána. Segir drengurinn, að hann hafi
verið með hest í taumi og hafi komið framan að.