Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 22
132
MORGUNN
heilsan endist, að snúa mér til þeirra, að nota ókeypis funa-
arsali þar sem mannfjöldinn er mestur, og reyna, hvort eg
get ekki kveikt eld, svo aS logann leggi af hátt í loft upp„
Ókomni tíminn sýnir það.
Ýmis konar dularfull reynsla*
Agrip af erindi, fluttu f S. R. F. f.
Eftir Maríu Þorvarðsdóttur.
Síðan eg varö fullþroska kona, hefi eg æ betur og betuv
sannfærst um það, að eg muni hafa fengið töluvert af dulræn-
um hæfileikum í vöggugjöf, þó að jeg hafi því miður ekki
getað þroskað þá sem skyldi. Þegar eg var í bernsku, fanst
mér, að alt, sem fyrir augu mín bar, hlyti að vera ofur eðli-
legt og algengt. Seinna sá eg þó, aö svo var ekki. En engum
þorði eg frá að segja.
Svo var þaö einn góðan veðurdag, að faðir minn varð
þess áskynja, aö ieg var ekki „við eina fjölina feld.“ Þá var
eg 6 ára. Paðir minn var þá prestur á Prestbakka á Síðu í
Vestur-Skaftafellssýslu. Hann hafði þann sið að ganga eitt-
hvað út um landareignina á morgnana, þegar hann kom á fæt-
ur. Eg var vön að hlaupa á móti honum, þegar hann var á
heimleið, og hafði þann sið að standa kyr og breiða út faðm-
inn, þegar eg átti eftir spottakorn til hans; þá tók eg sprett-
inn og kastaði mjer í faöm hans. Eg verð enn ung í anda, þeg-
ar eg hugsa um þá fjörspretti.
Þá var það einn fagran vormorgun, að eg var ein fyrir
norðan bæinn á Prestbakka að byggja mér ofurlítið hús á svo
kölluðu Hólatúni. Mér varð litið upp og sá þá, hvar faðir
minn kom oían frá „Steðja,“ hlíð fyrir ofan bæinn. Þegar
hann kemur heim fyrir túngarðinn, stendur hann kyr og
breiðir út faðminn. Eg tók til fótanna. En þegar eg er nærri
því komin til, hans, er kallað með þrumurödd á bak við mig:
„Mára! Ilvað ertu að fara ?“