Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 35
MOEGUNN
145
bráðókunnugt hús. Þarna sat kona með undurlítib barn í
kjöltu sér. í rúmi á móti henni lá fullvaxta stúlka, er eg sá
að var mjög veik, enda dó hún litlu síðar.
Eg þekti þessa konu þá að eins í sjón og bið hana að
virða það á hægra veg, að eg hafi farið húsavilt. Hún bið-
ur mig að taka við barninu, meðan liún hagræði sjúklingn-
um, sem eitthvaS kvartaði í þann svipinn.
Eg tók við litla drengnum. Hún segir, að eg skuli snúa
honum frá mér — hann sé að byrja að verða mannafælinn.
Eg segi: „Ekki eigið þér þetta barn, Anna mín.“ — „Nei,
móSir þess liggur á líkbörunum og 17 ára gömul systir þess
líka.“ — Eg gleymdi varúSarreglunum og lagði þetta móður-
lausa barn upp að brjóstinu á mér. Það virtist sætta sig
við ylinn.
Þetta var þá bamið, sem eg liafði fyrir tveimur dögum
verið beSin að taka til fósturs. Þegar konan ætlaði litlu síð-
ar að taka við barninu aftur, hélt það meS annari hendi mjög
fast í húfuskúfinn minn, en hinni hendinni hafði það krækt
gegnum gatabekk á ullarhyrnu, sem eg hafði á herðunum.
Handtök barna á því reki eru venjulega föst, og eg varS að
rétta litlu putana upp með varúS, til þess aS geta losað barn-
ið viS mig. Eg flýtti mér út, hljóp heim til mín, lokaði aS
mér og fór að gráta.
Daginn eftir tókum við hjónin þetta barn til fósturs.
Það var elskuverður drengur, tuttugu og tveggja vikna gam-
all, en dó á 7. ári úr heilabólgu. Ilann dó í faðmi mínum.
Iljónin, sem báðu okkur fyrir þetta barn, búa enn í
Reykjavík. Konan sömuleiðis, sú er barnið var hjá. Þau munu
öll kannast viS þessi atvik, þó að langt sé síðan.
Bjarnábœnir.
Vorið 3 916 var fermt yngsta baraið okkar, Valgerður
Gisladóttir, þá 14 ára. iNæsta sunnudag eftir áttu fermingar-
börnin að vera til altaris, eins og títt er. ViS hjónin höfð-
um þá ásett okkur að ganga líka til guðsborðs með tveim
dætrum okkar, er þá voru heima.
10