Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 87
MORGUNN
197
hæfileikum, og væru gerðar með kexmi skynsamlegar og
gætilegar tilraunir, eru miklar líkur til þess, að árangur-
inn yrði góður.
E. E. K.
Conan Doyle, Kamban og Jack London.
„Glögt er gests augað,“ og mörgu hefir Sir Artliur Conan Doyle
veitt athygli á Ameríku-feröum sínum (sbr. „Ritstj.-rabb Morguns“
í þessu befti). Oss dettur í hug a'S benda á eitt atriði, sem óbeinlínis
snertir eina nýlega, tilkomumikla íslenzka bók, „Ragnar Finnsson“
eftir Guðm. Kamban. Oss er kunnugt um, a'S ýmsir hafa fullyrt, að
lýsingar hans á amerískum hegningarhúsum nmndu ekki ná neinni átt.
Conan Doyle mundi ekki áfellast Kamban fyrir það atriði. Hann
hefir kynt sjer málið og telur sumar af þessum stofnunum Banda-
ríkjanna voðalegar. Aftur er meðferðin á sakamönnum í sumum
TÍkjunum einkar mildileg. Einn af helztu forgöngmnönnum umbóta
á þessu sviði er gamall sakamaður, Morrell að nafni, og Conan Doyle
kyntist honum. Morrell hafði verið dæmdur, þegar hann var ungling-
ur, til æfilangrar betrunarhússvistar. Meðal annars var hann 5 ár í
dimmum klefa, og kom aldrei út úr klefanum, nema þegar hann átti
að sæta pyntingum. Til þeirra var einkum notuð spennitreyja, sem
var reyrð svo fast að honum, af þrem karlmönnum, sem settu hnén
í bakið á honum, að honum fanst hjarta'S ætla að springa út úr sér.
Undir þessum pyntíngum tókst honum að „fara úr líkamanum,“
komast í sæluástand, ná vináttu framliðinna manna og sannfærast
um sannindi spíritismans. Jack London hefir gert þessa reynslu
mannsins að frásagnarefni í einni af bókum sínimi, sem í Ameríku
■er nefnd „The Star Rover“ en á Englandi „The Jacket“. Frásögnin
í bókinni er tekin orðrétt eftir Morell