Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 29
MORGUNN
139
bót meina sinna. Nú átti að flytja hana austur, því að á lieimiii
sínu, hjá elskuverðum eiginmanni og börnum, vildi hnn fá
að deyja.
Þegar eg hafði heilsað henni, segir hún. „Nú kemur þú'
heim til mín í kvöld.“ Já, eg sagðist koma, en kom varla orðun-
um út fyrir geðshræringu. Dóttir hennar sagði mér húsnúmer-
ið. Eg þarf naumast aS taka þaö fram, að eg fór litlu síðar
þangað sem liún liafðist við. Þá hafði lienni verið kornið í
rúmiS, og við urðum brátt einar í herberginu. Þá sagði hún:
„En hvað guð er góður! Enginn nema hann veit, hvað
miki'S eg þráöi að finna þig — og nú ertu hjá mér. Eg var að
reyna í morgun að hugsa svo sterkt og fast til þín, að þú yrðir
eitthvað vör við mig. Manstu ekki, hvað oft eg gat látið þig
koma til mín á Eyrarbakka, ef eg hugsaði fast um þig, þó að
eg sæti kyr í stólnum mínum í En þá var heldur ekki nema
gatan á milli okkar; en nú var það stór fjörður — og samt
komstu! En nú sjáumst við í síðasta sinn í þessu lífi, og nú
verð eg að fela þér einni það, sem við vitum báðar.“
Síðan ræddum við til hlítar trúnaðarmál, sem okkur fór
á milli, og henni þótti áríðandi að tala um við mig.
Daginn eftir var hún flutt austur og andaðist að heimili
sínu 11. jan. um veturinn. Yið dauða hennar misti eg þá beztu
og göfugustu vinkonu, sem eg hefi þekt. Við höfðum verið
9 ár í kæru nágrenni.
Svona lauk þá erindi mínu í þetta sinn til Reykjavíkur.
Ætli eg gœti ekki látið þig vitaf
Sumarið 1914 var eg á ferð austur í Árnessýslu, kom við á
Eyrarbakka og hitti þar ýmsa gamla kunningja mína, þar á
meðal gamla og góða vinkonu mína, er var mjög þrotin að
heilsu og kröftum. Ilún var góð kona, prýðilega vel greind og
óvenjulega bjartsýn, sérstaklega að því er eiláfðarmálin á-
hrærði. Þegar eg var á Eyrarbakka, kom hún stöku sinnum
inn til mín, því að stutt var á milli bústaða okkar. Þegar hún
kom í dyrnar var andlit liennar vanalega ein brosalda, og
ávarpið var æfinlega þetta: