Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 28
138
MORGUNN
ætlaði að ná aftur valdi á sjálfri mér. Eg gat það ekki, spratt
upp og sótti sparifötin min.
Þá mætti eg manninum mínum í ganginum, lieldur fas-
miklum. Hann kom til þess að sækja þaS, sem eg ætlaði að
senda, og kveðja mig. Eg segi honum, að eg ætli að fara með.
Honum þótti þetta í meira lagi furðulegt. Loks segir
hann:
„Ertu elcki alminnileg, kona?“
Mér félst hugur og eg fór að gráta, og er mér þó ekki
grátgjarnt. Jafnvægi sálar minnar var í megnasta ólagi.
„Þú verður þá aS koma strax. Skipið er hlaiSið og eg verð-
að komast á flot, áður en fellur út undan því. En það er hvast
í fjörðinn, og við verðum að halda áfram, hvernig sem fer.“
Eg þagði, lét fötin mín í flýti niður í tóman sykurkassa,.
sem stóð í búrinu og gekk þegjandi til sjávar. Vinnukonan
stóð orðlaus af undrun. Eg klifraði upp á heysætiö og settist.
upp við siglutréð. Þá var lagt af stað.
Það sem fyrst kom í huga minn, þegar vió sigldum af stað,
var þctta: Eg er víst bráðfeig. En hvað mig langaði til að
biðja Gísla minn að snóa aftur. En eg þorði það ekki. Eg var
mjög hrædd, en steinþagði.
Við sóðuðumst suður f jörðinn, og þegar við komum suður
að Engeyjargafli, áræddi eg fyrst að fara að tala við mann-
inn minn og hafa fataskifti.
Farminn seldi hann þegar á bryggjunni. Skipið var sett
upp í fjöruna. Síðan gengum við hjónin heim til systur minn-
ar, sem bjó þá á Bókhlöðustíg 11. Þegar við gengum upp stig-
inn, var talsvert farið að rökkva. Við gengum hægt, því að
rétt á undan okkur gengu tvær konur. Onnur þeirra ók kerru,
er kona sat í. Við hjónin vorum að tala eitthvað saman.
Þá heyri eg sagt í kerrunni: „Æ, stanzið þið, stúlkur!‘ ‘
Var þetta ekki málrómurinn hennar Maríu?“
1 kerrunni sat þá frú Astráður Ouðmundsdóttir, kona
Guðmundar bóksala á Eyrarbaklca, og tvær dætur hennar vorn
með henni. Hún hafði legið um tíma á Landakotsspítala, án
þess að eg hefði nokkuð um það frétt, en ekki getað fengið