Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 65
MORGUNN
175
mæði hennar, enda var hún mjög góö við mig, eins og allir
])ar í Miðvogi. Einar hlýddi mér yfir á hverjum morgni. Eg
hafði lokið við kverið í miðþorra. Það var tossakverið svo
nefnda. Eg var svo fermdur um vorið og var eg þá á sextánda
•ári. ■>
Sumarið, sem eg var fermdur, var fé alt haft heima, en
ekki látið fara á fjall. Yar það sakir þess, að menn voru
hræddir við kláða, er gekk víða um þetta leyti. Féð var haft
frammi í nesi, og lömbin, sem tekin voru undan ánum, voru
höfð í hólma. Eg var látinn gæta kinda alt sumarið og fram
,yfir réttir, því að þarna er flæðihætt.
Það var eitt kvöld nokkru fyrir réttir, að eg fór ofan
að sjónum, til þess að reka upp fé, því að farið var að falla
að. Það var vani minn að fara aldrei keim, fyr en sjór var
hálffallinn að. En þessa nótt nenti eg ekki heim og lagðist
fyrir. Veður var liið bezta, logn og hiti. En nóttin var orðin
dimm. Það var komið undir lágnætti. Þá heyri eg, að hund-
ur sá, er með mér var, tók að urra. Hugsaði eg, að eittlivað
kynlegt væri á seiði og var sem mér rynni kalt vatn milli
skinns og hörunds. Þá varð eg var við það, að tekið var á
mér fyrir ofan vinstra hnéð. En þá heyri eg, að sagt var
glögt og greinilega: „Lestu faðirvor, drengur minn.“ Eg geröi
þetta. Þá brá svo við, að þetta, sem komið hafði við mig-
fyrir ofan hnéð, hvarf, pr eg tók að lesa bænina. Var þá sem
af mér væri létt undarlegu fargi. Eg lá svo kyr alla nótt-
ina og var hinn rólegasti og fór eklci lieim, fyr en komið var
undir miöjan morgun. En scppi var horfinn og sást aldrei
upp frá þessu. Þegar eg kom inn í bæjardyrnar, varð mér
flökurt og var það með naumindum, að eg komst upp á loft-
iö. Þegar svo var farið að færa mig úr buxunum, var tekið
-eftir því, að gat var dottið á buxnaskálmina fyrir ofan hnéð
og sama var að segja um nærbuxurnar. Kom þá í ljós, að
sár var komið og inn í bein, því aö ketstykki datt upp úr
’lærinu, eins og það væri brunnið líkt og fötin. Iíúsbónda
mínum var sagt frá þessu. Ilann var dálítill „skottulæknir“.
Ilafði hann lyf eitt, er var ekki ólíkt „joði“. Lét liann það