Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 127
MORGUNN
23 T
þar legg eg drengskap minn við, að er sannleikanum sam-
kvæmt. , : (,;j ,;i
Geitaskarði 2. des. 1923.
Á. Á. Þorkelsson.
II.
Svipurinn.
Þ. 26. janúar 1922, nálægt hádegi, fór Guðjón Jónsson
í Hvammi á Landi að heiman; hafði hann orð á því rétt áð-
ur, að vissara mundi að hyggja að sauðum, er þá hafði ekki
verið gefið um tíma. En hann kom eigi heim á þeim tíma,
sem vænta mátti. Var hans þá leitað af bræðrum hans um
kvöldið og nóttina til kl. 4, og fanst ekki. Lögðu þá bræð-
urnir sig frá þeim tíma og þangað til birti. Er þá aftur
farið og bætt viö mönnum, og enn án árangurs. En spor hans
sáu þeir — því jörð var þíð — allnærri Þjórsá, sem við
var að búast, því að sauðir heimilisins gengu þar.
Ágúst Kr. Eyjólfsson kennari frá Hvammi (suðurbæ)
er þá við barnakenslu á næsta bæ. Er hann órór út af livarfi
Guðjóns og fer heim hallandi degi og býður foreldrum Guð-
jóns hjálp sína til leitar, það sem eftir sé a£ degi. Eru leit-
armenn þá nýkomnir heim, lítils vísari, eins og áður er getið,
þreyttir og vonlitlir um árangur af frekari leit, og bræð-
urnir þar að auki syfjaðir og beygðir. Verður það samt úr,
að aftur er farið og skift liði, þannig, að saman eru tveir
og tveir. Einn bræðranna, Ásgeir, verður með Ágústi. Byrj-
uðu þeir leit sína með því að fara nokkuru lengra norð-
ur með Þjórsá, en áður hafði verið farið um daginn, í svo-
nefndu Bæjarnesi (norður af Á hinni fornu) ; leituðu þeir
um það suður með ánni. Þegar þvií sleppir, tekur við nokk-
uð breiðari grasspilda með ánni, sem kölluð er Krókur, með
lágum hólum, en djúpum, þéttum lautum. Talast svo til með
þeim, þegar þeir koma nyrzt á Krókinn, að þeir skuli fara
yfir hann, þó að áður hafi verið leitað þar um daginn, og
að þeir skuli skifta sér, af því hvað liann sje breiður og