Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 80
190
MORGUNN
mikið með vélum. J?að heyjar kringnm bústaði sína, og stund-
um inni í klettunum. Enda befir það bœði sauðfé og hesta..
pœr skepnur virðast benni bíta gras, en á grasinu í mann-
heimum sér þó ekki. Yerkvélar hefir hún séð í klettunum,.
og hún hefir séð vörubúðir, listasöfn, kirkjur og m. fl.
Við Friðrik talar hún í huganum, en þegar hann talar,.
finst henni hún heyra til hans, líkt og til menskra manna..
Hún finnur til hans, þegar hún snertir á honum, til dæmis-
tekur í hönd hans, en samt með nokkuð öðrum hætti enþeg-
ar hún snertir menskan mann.
Oft sér hún leikið á hljóðfæri. Hún heyrir þá lögin.
Sumt eru það lög, sem henni eru kunn, en sum þeirra hefir
hún aldrei áður heyrt.
Margsinnis hefir Margrét séð framliðið fólk og fylgjur
manna, en skygni hennar á fylgjur virðist ekki neitt veru-
lega skörp. Oft er framliðna fólkið, sem hún sér, í hvítum
klæðum, en ekki æfinlega. Henni sýnist það öðruvísi í yfir-
bragði en huldufólkið.
Eg spurði hana, hvort henni félli vel að sjá alt, sem
hún sæi með dularfullum hætti. Langoftast sagði hún að það.
væri viðfeldið eða fagurt; en fyrir kæmi það líka, að sýn-
irnár væru óþægilegar. Eg spurði, hvers konar sýnir það.
væru.
„pegar eg sé framliðið fólk, sem líður illa, þá er það
mjög óviðfeldið“, sagði hún.
Stundum fer Margrét úr líkamanum, sem liggur þá i
svefni. í þessu ástandi, sem henni finst alls ekki líkt al-
mennu drauma-ástandi, fer Friðrik með hana í loftfari um
nýja, óþekta heima. Henni finst þau fara upp á við frá okk-
ar heimi, stundum gegnum myrkur, en koma svo inn á und-
ur fögur svið, með dýrlegu ljósi. Henni veitir örðugt að>
lýsa litblæ og fegurð Ijóssins; helzt finst henni það vera-
með gulbleikum blæ. Undur fagurt er á þessum sviðum,.
bæði skógar og fjölbreytt blóm. Hún sér þar afburða fagr*-