Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 126
236
MORGUNN
Öll vitum við, að þetta er maðurinn, sem fór út fyrir neð-
an. Biður þá sýslumaður skrifara sinn, Jón Sveinbjörnsson,
að taka með sér Þorbrandsstaðabóndann og athuga með ánni.
Fóru þeir út með ánni alt að Engihlíb og komust að þeirri
niðurstöðu, að á ferðinni hefði verið dauðs manns svipur, en
alls ekki holdi klæddur lifandi maður.
Eftir 2 daga fréttum við lát Bólu-IIjálmars.
Er þá ekki á tveim tungum, hvers svipur hafi á ferðinni
verið. Næsta sunnudag bregð eg mér að Holtastaðakoti, sem
Rér er rétt fyrir sunnan, og spyr húsfreyjuna þar, Sigríði dótt-
iir Hjálmars, hvort faðir hennar hafi átt annan brúnan hest
en þann, er liann á efri árum hafði til reiðar. Sigríður svarar:
,,Já, hann átti brúna hryssu, sem hann bar á.“
Þannig birtist þá Hjálmar Húnvetningum í síöasta sinn
og það eftir dauða þess líkama, sem hans stóru sál var léður
til bústaðar um hérvistar tímann. Já, og Hjálmari mistókst
ékki fremur í þetta skifti en áður að láta að sér kveða. Yalds-
manni þeirrar sýslu, sem Hjálmar unni ekki minst, sýnist
hann hærri en aðrir, þótt dauður sé.
Eg verö að játa það, þó að eg viti með vissu, að margar
slíkar merkilegar sýnir hafi hér um slóðir fyrir borið, þá hefi
eg enga séð, sem mér hefir þótt eins merltileg og þessi. Má
það vera af því, að það var þessi mikla sál Hjálmars, sem
lætur mynd sína birtast, svona lílca glögt, í glaða sólsldni.
Þvílík sönnun fyrir ódauðleik sálarinnar!
Tvo menn skal eg tilnefna, sem eg vona aS enn lifi og
■geti borið um þetta, sem sjónarvottar. Annar er áðurnefndur
skrifari, Jón Sveinbjörnsson. Mun hann fyrir ekki löngu hafa
verið skrifari hjá sýslumanni Rangvellinga. Hinn er Gunnar
Jónsson frá Blöndubakka, nú í Reykjavík. Hann var drengur
á Þorbrandsstöðum, sá sem sendur var að Geitaskarði.
Er rétt að aðrir en eg inni þá eftir því, þessu viðvíkjandi,
sem aðalatriðið er, þótt aukaatriði noldair séu, sem eg einn
veitti eftirtekt.
En að eg segi svo rétt frá fyrirbrigði þessu og öllu þar
að lútandi, eins og það átti sér stað og kom mér fyrir sjónir,