Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 98
208
MORGUNN
um vorum, og frú Arnórsson hefir ekki mótmœlt, að frúin
hafi ekki iagt fram neinar líkur, því síður sannanir fyrir
svikum á fundum hr. Nielsens. Af öllum þeim mörgu mönn-
um, sem lcomu á fundina, hefir enginn komist að sömu niSur-
stöðu og frú Arnórsson. Sumir þeirra voru á öllum fundun-
um, margir á alt að tuttugu þeirra, en frú Arnórsson var
að eins á einum þeirra, og það var fyrsti tilraunafundurinn,
sem hún hefir sótt á æfi sinni.
Að ööru leyti þykir engum af oss ástæSa til þess að
leggja út í umræður við hr. prófessor Pinn Jónsson um þetta
mál, þar sem hann hefir aldrei, svo að oss sé kunnugt, fengist
við sálarrannsóknir né tekið þátt í slíkum tilraunum, og þar
sem liann leyfir sér að rita, eins og hann hefir ritað í ofan-
nefndri grein, án þess að hafa kynt sér fundarskýrslurnar,
sem ekki hafa komið út hér í Reykjavík fyr en seint í þessum
mánuði.
Sá, sem dæmir um mál, án þess að hafa rannsakað þai>
áður, hefir með því sjálfur gert sig óhæfan sem dómara.
Reykjavík, 30. júní 1924.
Guðm. Thoroddsen
læknir, dócent við háskólann.
Haráldur Níelsson
prófessor í gnðfræði.
Páll Einarsson
hæstaréttardómari.
Halldór Hansen
læknir.
Einar H. Kvaran
rithöfundur.
Loks skal þess getið, að í þingskýrslu Varsjá-fundarinsr
sem frá er skýrt í síðasta hefti Morguns, er komið út erindi
það, er prófessor Har. Níelsson flutti á þessu alheimsþingí
sálarrannsóknamanna um reimleikafyrirbrigSi í sambandi viS
miðil (Indriða Indriðason), athuguS um alllangan tíma, sum í
fullu Ijósi. Erindið er langt mál og afarmerkilegt.