Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 34
144
MORGUNN
Kl. 8 um morgunimi vaknaSi eg meS hjartað fult af lof-
gjörð og þakklæti fyrir þessa dásamlegu næturhvíld. Eg iðaði
af starfsþreki og allir vegir fundust mér færir. Enda hafa þeir
verið það síðan — guði sé lof!
Eg skrifaði þessa nætursýn hjá mér. Veit þó ekki enn,
hvort heldur hún hefir verið draumur eða vaka. Samt hygg
eg, að eg hafi verið í enn öðru ástandi, sem mönnum er nú
kunnugra um hér á landi en þá. Eg hefi haldið þessu leyndu
um nærfelt 30 ár.
Hvað sem menn vilja nú hugsa sér um þessa sýn þessa
umræddu nótt, þá er þess að gæta, að sömu veruna hefi eg
séð tvisvar síðan í algerðri vöku — en að eins fáein augna-
blik í hvoi-t skiftið. Eg ætla líka að segja frá þeim sýnum sök-
um þess, að fegin vil eg snúa aftur eins og einn af hinum lík-
þráu, sem Kristur læknaði, og gefa guði dýrðina. Þyki ein-
hverjiun samtíðarmönnum mínum þaö of einfeldningslegt, þá
hefi eg því til að svara, að eg játa liiklaust spurningunni,
sem prófessor Haraldur Níelsson ber upp fyrir sjálfum sér í
prédikanasafni sínu „Árin og eilífðin“ bls. 95.
Móðurlausa barnið.
Veturinn 1907 var eg beðin af merkum hjónum hér í bæ
að taka lítið móðurlaust barn til fósturs. Sjálf hafði eg þá
eignast 9 börn, og fórnfýsi mín var þá ekki meiri en það, a'ð
eg nenti ekki að bæta því 10. við. Eg kendi sárt í brjósti um
litla móðurleysingjann, en lét daufheyrast við þeirri rödd sam-
vizku minnar.
Svo liðu 2 dagar, og eg hafði ásett mér að gera þetta alls
ekki. Á þriðja degi ætlaði eg í næsta hús, var þar mjög
kunnug og átti þangað brýnt erindi. Þetta var um hábjart-
an dag.
Eg ber að dyrum og lýk upp hurSinni að dagstofunni. f>á
stendur þessi sama vera frammi fyrir mér. En í staðinn fyrir
mildina í svipnum er komin vandlæting. Og í sömu svifum
hverfur sýnin. Mér félst hugur við og gleymdi að heilsa.
En þegar eg rankaði við mér, sá eg, að eg var komin inn í