Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 36
146
MORGUNN
Eg liafði liugsað mér þennan dag sem eins konar sigur-
liátíð lífs míns og búiS okkur svo vel og rólega undir hann,
sem eg hafði geta’5. Eg haföi líka hugsað mér að hafa að
eins smurt brauð og te til morgunverðar, til þess að hafa
sem minst umstang, áður en við færum í kirkjuna. Sjálf hafði
eg vanist því að neyta einskis á undan altarisgöngu.
Laugardagskvöldið fyrir altarisgöngudaginn var eg ein
á fótum og var að leggja síðustu hönd á skylduverk mín
þann dag, að mér fanst. Loks settist eg niður með hjartað
fult af þakklæti til drottins fyrir alla hans miklu hjálp og
aðstoð á liðinni tíð. Mér fanst sælt að fá nú að krjúpa frammi
fyrir honum daginn eftir og þakka honum alt, og biðja hann
að varðveita öll börnin mín eftirleiðis. Eg hafði legið veik
áður, þegar hin stúllcan okkar var fermd. Eldri börnin mín
voru uppkomin og gift.
Þrátt fyrir góðan vilja og gefin æskuloforð hafði eg því
miður ekki verið til altaris um mörg ár. Eg settist niður,
studdi hönd undir kinn og fór að reyna að muna og lesa
kvöldmáltíðarbænirnar mínar. Það voru gömlu Bjarnabænir.
En eg var alveg búin að gleyma þeim! Svona efndi eg þá
loforðið, sem eg hafði gefið móður minni á mínum eigin
fermingardegi, að vanrækja aldrei altarisgöngur og gleyma
aldrei kvöldmáltíðarbænum mínum. Eg fann svo mikið til
þessarar vanrækslu, að eg fór að gráta.
Eftir örfá augnablik stendur enn þessi sama guðdómlega
vera frammi fyrir mér, ástúðleg og huggandi. En hverfur
samstundis.
Þá gerðist það, sem ótrúlegt er. Nú man eg fyrst eftir
því, að eg hafði gleymt að kaupa brauð, en ætlaði að smyrja
það fyrir morgunmálið. Klukkan var 11 og öll brauðgerðar-
hús þá löngu lokuð. Þá seldi Jón heitinn kaupmaður frá
Hjalla brauð í búð sinni. Ilann svaf í litlu herbergi við
sölubúð sína, og menn flúðu oft að bakdyrunum á húsi lians,
ef eitthvað gleymdist, áður en lokað var. Eg hljóp því þang-
að. Og eg fékk brauð. En utan um það var prentpappír, og
mér mislíkaði það, þó að eg þegði. Eg fór heim, tók í flýti