Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 40
150
MORÖUNN
Og varla noklturu yðar hefir boðist tækifæri til aiS reyna hið
sama og eg í þessu efni. Þér hafið heyrt talað tun lögmál hugs-
anaflutningsins. Fáum gefst annað eins tækifæri til að verða
fyrir áhrifum hans og presti, sem prédikar iðulega fyrir fjöl-
mennum söfnuði. Athygli tilheyrendanna dregst eðlilega að
honum, og stundum finnur hann undarlega sterkan hugsana-
straum á sér hvíla. Yið guðsþjónustuna á föstudaginn langa
fanst mér eg verða var við eitthvað nýtt í þessu efni, eitt-
hvað, sem mér hafði aldrei dottið í hug áður. Mér fanst eg
finna elskuna til Krists í hugsanastraumnum frá tilheyrend-
unum. Hugurinn hálfhrökk við í fyrstu, en áhrifin voru djúp
og sál mín fyltist óumræSilegum friði og mér fanst einhverja
angan frá ilmjurtunum leggja um kirkjuna alla — einhverja
bylgju samúðar, þakklætis og innileika. Og eg sagði við sjálf-
an mig: í raun og veru er alt þetta fólk á leið út að gröf
Krists með sínar ilmjurtir. Þetta ítak á hann í hjörtum fólks
hér úti á íslandi eftir allar þessar aldir. Er það ekki undur-
samlegt 1
Út að gröf Krists!
Vertu velkominn með í þá ferð, hver sem þú ert, hvort
sem þú ert ungur eða gamall, glaður eða hryggur, trúar-
sterkur eða efagjarn, sjúkur eða heilbrigður. Yér skulum að>
eins standa með samúð um stund kringum gröf hans, sem
dó píndur á krossi, með þau bænarorð á vörunum: „Faðir,
fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gera.“ Vér
skulum fagna saman út af því, að „gleymd er nótt, er renn-
ur dagur.“ Vér skulum horfa á morgunroðann, sem ljómar
enn yfir legstað hans, og láta það verða til þess að styrkja
trú vora á það lögmál tilverunnar, sem tryggir sérhverjum
af oss upprisu og eilíft líf. Ilmjurtirnar og smyrslin, sem
vér höfum meðferðis, verðskulda varla að nefnast svo veg-
legu heiti. En það gerir minst til; komir þú með það í elsku
til hans og í tilbiðjandi lotning, þá getur jafnvel hugarkvöl
efans eða hrygð þín og sölmuður orðið að ilmgrasi fyrir heilagri: