Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 74
184
MORGUNN
mig fara, af því að hinni framliðnu hefði þótt svo vænt um
mig. Kvað hann okkur verða að hætta á það, að ærnar fynd-
ust, og sagðist skyldi senda vinnumenn sína að leita að þeim,.
ef þær yrðu horfnar, sem við töldum víst. Eg fór því til
kirkjunnar. En þegar eg kom frá kirkjunni og fór að svip-
ast eftir ánum, sá eg, hvar þær voru allar með tölu á beit
á eyrum fyrir neðan túnið, og var sem þær hefðu verið nærri
því hnappsetnar. Og ekki hafði ein kindin farið lengra en
önnur. Mér lá við að gráta af gleði og þakkaði eg þetta
gömlu konunni, hvort sem það var rétt eða ekki, því að það
var eins og einhver hefði setið yfir ánum fyrir mig. Og upp>
frá þessu fóru þær dagbatnandi.
Seinasta veturinn, sem eg var í Borgarfirði, var eg stadd-
ur að Húsafelli, og var það í fyrsta og seinasta sinni, sem
eg vann þar. Þá fékk eg bréf frá héraðslækninum, Jóni Páls-
syni Blöndal í Ey. Bað hann mig að koma hið bráðasta
ofan að Fróðastöðum. Brá mér mjög við þennan boðskap, því
að mig grunaði, hvað undir mundi búa, — að eg yrði að
fara úr sveitinni, sem mér var farið að þykja vænt um.
Eg lagði af stað, fór fyrst heim til mín að Bjarnastöðum
og reið síðan ofan að Fróðastöðum. Þar var læknirinn fyrir.
Skoðaði hann mig vandlega. Sagðist hann ekki geta skilið,
að eg væri hættulegur veikinnar vegna. En liann fékls mér
dálítið kver, er danskur læknir hafði ritað um holdsveiki. Eg
sýndi mönnum bækling þennan. En þá brá svo við, að eftir
þetta urðu ýmsir hræddir við mig. Menn, sem höfðu gengið
mjög eftir mér að fá mig til þess að vinna hjá sér, vildu nú
helzt, að eg kæmi ekki til þeirra. Sá eg nú, að mér var orðið
miklu erfiðara að komast áfram af eigin ramleik, er eg átti
á hættu að vera ekki velkominn smnstaðar, þar sem eg kom,
Mér var þó sagt, að eg þyrfti ekki að fara suður, ef
eg yrði á einum sérstökum bæ. Mátti eg gera hvort sem eg vildi
heldur, vera þannig eða fara. Þegar eg var spurður, hvort eg
vildi heldur, hugsaði eg mig um stundarkorn. Var þá sem því
væri hvíslað að mér, að eg skyldi taka þann kostinn að fara