Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 58
168
MORGUNN
2. þegar gát er liöfð á miðlinum, þá minka fyrirbrigðin í
sama hlutfalli, sem eftirlitið er aukið ;
3. Þegar eftirlitið er fullkomið, þá gjörast ekki framar nein
fyrirbrigði.
Þetta er sjálfsagt flrá sjónarmitSi höfundarins mjög svo
eðlileg niðurstaða og má til sanns vegar færa, en mun aS eins
þurfa að orða þetta á annan hátt.
1. að þegar miðlinum er ekki gjört erfitt og skilyrði eru fyrir
hendi, þá gjörast fyrirbrigðin;
2. þegar miðlinum er gjört erfitt, þá minnka fyrirbrigðin í
sama hlutfalli sem erfiðleikarnir eru auknir.
3. Þegar erfiðleikarnir eru gjörðir fullkomnir, þá geta engin
fyrirbrigði gjörzt fram'ar.
Slíkum fullkomnum erfiðleikum hafa þau sennilega átt að
mæta B. Nielsen í Kristianíu og Bva C. á Sorbonne.
Á eptir þessu dregur þó höfundurinn þá ályktun, að þótt
honum þyki flest mæla á móti, þá sje hann enn „að bíða á-
tekta,‘ ‘ og ráðleggur lesendum sínum hið sama, vill með öðrum
orðum ekkert fortaka, og má það eptir atvikum kallast allrar
virðingar vert.
Enn vil jeg benda á, að sjerstaklega getur verið tímabært
hjer hjá oss eptir þá atburði, sem gjörzt hafa hjer, að hafa í
huga fræðslu þá, sem grein Dr. Geleys flytur. Iíjer ekki síður
en annarsstaðar hefur mótspyrnan gjört vart við sig og komið
í ljós efasemdirnar, sem sjálfsagt eiga sinn rjett á sjer, þótt
ekki verði þær undanþegnar þeirri kröfu, að koma fram með
nærgætni og sanngirni.
Eins og kunnugt er, hafa hjer risið deilur og orðahnipp-
ingar um þessi efni. Jeg ætla ekki að blanda mjer í þær deil-
ur. Til þess að vera þar málsvarar standa aðrir mjer nær,
enda eru mjer færari.
Að eins get jeg ekki bundizt þess að láta í ljósi, hversu
vafasamt mjer finnst fyrilr hvern góðan mann, að reisa þunga
og vanviröandi svikaákæru gegn saklausum manni, þó að grun-
semd hafi vakna'S, sem þó verður ekki staður fundinn eða nein
sönnun færð fyrir.