Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 37
MORGUNN
147
utan af brauðinu, brá blaðinu upp að glugganum og fór
ósjálfrátt að skoða það. Það var ein prentuð örk.
GEn á þeirri einu örk voru allar kvöldxnáltíðarbænimar
mínar, Bjamabænir gömlu!
Bg fyltist lotningu. Blaðið geymi eg sem helgidóm.
Næsta mánudag fór eg til Jóns og fékk ab skoða birgð-
ir hans af umbúðapappír. Hann hafði djúpa búðarskúffu,
fulla af blöðum, tætingi úr ýmsum áttum. Úr þessari skúffu
hafði hann tekið blaðið til þess að láta utan um brauðið. En
ekkert var þar úr Bjarnabænum.
Viö gröf Krists í afturelding.
Prjedikun. *)
Eftir prófessor Harald Níelsson.
„En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til graf-
arinnar me'S ilmjurtimar, er þær höfðu útbúið. Og þær fundu
steininn veltan frá gröfinni. Og er þær gengu hin, fundu þær
ekki líkama drottins Jesú. Og er þær skildu ekkert í þessu,
stóðu alt í einu tveir menn hjá þeim í skínandi klæðum. Og er
þær urðu mjög hræddar og hneigðu andlit sín til jarðar, sögðu
þeir við þær: Hví leitið þér hins lifanda meðal hinna dauðu?
Hann er ekki hér, en hann er upprisinn'1 (Lúk. 24, 1—6).
Kristnin er gröndvölluð á upprisu Jesú. Án þess atburð-
ar hefði kristnin aldrei orðið til, og án upprisuboðskaparins
hefði jafnvel kenning Krists aldrei orðið það huggunarríka
fagnaðarerindi, sem hún varð og er enn í dag. Kynslóð eftir
kynslóð hefir sótt frið og gleði í upprisuboðskapinn — ár eftir
ár, æfina á enda. Ilve nær sem páskadagurinn rann upp,
*) Plutt í Fríkirkjunni 1. og 2. páskadag 1921.
10*