Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 57
MORGUNN
167
legt. Að þessi vísindamaður sje svikari, þaS er ólíklegt; það
er ekki ómögulegt. En að tíu vísindamenn, að hundrað vís-
indamenn, að hundruð af vísindamönnum, sem eru að gjöra
tilraunir í öllum löndum með ýmsum miSlum og lýsa sömu
fyrirbrigtSunum, sjeu grunaðir um aS vera allir einfeldningar
eða loddarar, það er fráleit heimska, fráleit og ómöguleg..
Dr. Gustave Geley.
Þannig hljó'ðar þá greinin, og vona jeg, að þjer sjáið
ekki eptir því stundarkorni, sem þjer hafið varið til að lieyra
hana.
Jeg œtla mjer engar ályktanir að draga af henni. En
ef til vill getur efni hennar orðið hjer að umtalsefni, ef ein-
hverjir óskuðu að taka til máls um það.
Að eins vil jeg láta í ljós, að mjer finnst ekki ótímabærtr
að hafa efni hennar í huga, því að — eins og stóð í inn-
gangsorðum blaðsins Figaro — þá vekur mál þetta enn á
sjer stöðuga athygli í ritum og hjá almenningi eklci síður en
í fyrra, er greinin var rituð.
Síðan hefur enn milrið gjörzt á sviði sálarrannsóknanna,
þótt jeg sje eklci fær um að gefa skýrslu um það. En til
þess hugsa jeg að megi einnig telja það, sem gjörzt hefur hjer
í vetur að tilhlutun fjelags vors í sambandi við miðilinn
Einer Nielsen. Um það eru fyrir hendi vitnisburðir svo merlrra
og málsmetandi manna, að þeir verða — svo að sem allra
minnst sje sagt — ekki að vettugi virtir.
Dulur verða eldci dregnar á það, að á þessu ári síðan
greinin var rituð, liefur mótspyrnan á móti málinu ekki verið
síður starfandi en áður. Meðal annars hef jeg nýlega sjeð grein
í öðru merku frönsku blaði eptir eindreginn andstæðing, sem
reynir að draga fram allt, sem hægt er, til að snúa öllu í villu,
og telur smám saman vera komna þá niðurstöðu:
1. að þegar ekki er höfð gát (control) á miðlinum, þá gjör-
ast fyrirbrigðin;