Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 6
116
MORGUNN
Eg- er ekki annað en einn af þeim mörgu mönnum, er
vinna fyrir málið. En eg vona, að mér sé óhætt að halda því
fram, að eg hafi komið inn í það bardagahug, sem áður
var skortur á og nú hefir neytt alþýðu manna til þess að veita
því þá athygli, að naumast verður svo litið í blað, að ekki
veríSi fyrir augunum einhverjar atíiugasemdir um málið. Þó
að sum a£ þessum blöðum séu frámunalega fákunnandi og
hleypidómafull, þá er þetta ekki ilt fyrir málið. E£ málstað-
ur þinn er vondur, þá er það óhapp, að alt af sé verið
að tala um hann; en ef þú hefir góðan málstað, þá mun
hann ávalt ryðja sér braut, af því að hann er góður, hvað
mikið sem hann er rangfærður.
Margir spíritistar hafa haldið fram þeirri skoðun, að
úr því að vér höfum öðlast þessa huggandi og dásamlegu
vitneskju, og úr því að mennimir fást ekki til þess að at-
huga sannanimar, þá getum vér gert oss ánægða með að
búa að vorri gleðiríku vissu. Þetta virðist mér siðspillingar-
skoðun.
Ef guð hefir sent mikilfenglegan, afburða fagnaðarríkan
boðskap niður til jarðarinnar, þá er það skylda vor, sem
höfum fengið opinberunina um hann greinilega, að gera hann
öðrum mönnum kunnan, hvað mikinn tíma sem til þess þarf
og peninga og fyrirhöfn. Hann hefir ekki verið gefinn oss
í því skyni, að vér njótum hans með eigingjörnum hætti, held-
ur öllum mönnum til huglireystingar. Ef sjúkur maður fæl-
ist lækninn, þá verður ekki við því gert, en að minsta kosti
á að bjóða lionum keilsulyfið.
Því örðugra sem það er að brjóta niður garð sinnu-
leysisins, vanþekkingarinnar og efnishyggjunnar, því álcveðn-
ari áskorun er það til karlmensku vorrar um að sækja á aft-
ur og aftur og látlaust með sama þrálætinu sem bjó í Foch,
þegar hann stóð andspænis hersveitum Þjóðverja.
Eg held, að undangengin æfi min ætti að geta sannfært
lesendurna um það, að þrátt fyrir takmarkanir mínar hefir
dómgreind mín reynst heilbrigð og í góðu jafnvægi; eg hefi
hingað til aldrei verið neinn öfgamaður í skoðunum, og það,