Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 124
234
MORGUNN
kafinu, án þess að með nokkurum hætti sé gert viðvart um
það, aö einn bróSirinn hefir verið ótalinn — og það einmitt
sá, sem mest er frá sagt.
Ekki þarf orðum að því að eyða, að enginn
Aireiðanleikurinn. sþynsamur magllr ætlast til þess, að höf-
undur annars eins safns og þessa beri ábyrgð á áreiðanleik
allra sagnanna, þó að hann telji þær yfirleitt sannar. Marg-
ar þeirra eru vafalaust alveg sannar, enda hefir höf. þekt
sjálfur suma hina dulrænu menn, verið vinur þeirra og skrif-
að sögurnar eftir þeim. En að liinu má jafnframt ganga vísu,
að ýmsar þeirra hafa aflagast. Svo er um sögu héðan úr
Rvík: „Hvar hefir þú dýft þér.“ Sagan er að því leyti rétt, að
Ilallgrími biskupi Sveinssyni sýndist maður rennvotur, sem í
raun og veru var þur, en druknaði daginn eftir. Að öðru
leyti er sagan fjarri öllu lagi, og það svo mjög, að biskup er
látinn' sjá bleytuna á alt öðrum manni en hann sá hana á í
raun og veru. Morgunn vonar að geta flutt söguna rétta í
næsta hefti. Eins er sjálfsagt um ýmsar aðrar af þeim sög-
um, er höf. hefir ekki getað náð í órækar heimildir að. En
þetta er líka nefnt þjóSsögur.
Afdráttarlaust skal þess getið að lokum, að þó
Afreksverk ag ogs pafj vjg ]estur þessara tveggja binda,
hofundanns. .
virzt svo, sem sumt liefði matt betur fara, þá
eru gallarnir smáræði eitt í samanburði við það afreksverk,
er Sigfús Sigfússon hcfir unniiS. Menn athugi það, að þcssir
flokkar, sem út eru komnir, eru ekki nema 2 af 16. Vér ef-
umst ekki um það, að ef höf. kernur auga á það, að einhverj-
ar lagfæringar á því mikla, sem eftir er óprentað, mundu
gera safn hans vandaðra og virðulegra, þá leggi liann stund
á að fá þeim lagfæringum framgengt. Safn hans er svo mik-
ið verk og merkilegt, að nafn Sigfúss Sigfússonar skipar ávalt
sæmdarsæti í íslenzkum bókmentum. Pað er áreiðanlega rétt,
sem útgefenclurnir segja á kápunni, að þetta þjóðlcga safn
eigi ekki sinn iíka, þótt víða sje leitað um heiminn. Menn
ættu að stuðla að því, að það gæti alt komist út sem fyrst..