Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 56
166
M 0 R6UUN
Notzings og fullyrtu, að ekki kæmi til mála, að veriö hefðu
nein brögð í tafli..
Þriðja mótbáran, sem opt er varpað fram, er sú, að ekki
sje unnt að láta fyrirbrigðin koma fram eptir geðþótta.
Þessari mótbáru beita einkum eðlisfræðingar og efnafræð-
ingar. Ilún hefur ekkert gildi fyrir líffræðinga, sem ér það
fullkunnugt, að ekkert af hinum margbreyttu líffyrirbrigS-
um gjörist eptir geðþótta. Það tekst, að framleiða þau með
líkindum, en meira ekki. Útstreymisfyrirbrigðin gjörast m'eð
eptirtektarverðum stöðugleika, sje að eins ráð á góðum miðlí
með hentugum skilyrðum. Það er ekki skynsamlegt að krefjast
meira og heimta, að fyrirbrigðin komi ávallt fram í sömu
mynd, eins og efnafræðileg efnabreyting.
Og enn að lyktum síðasta mótbáran, að opt sje eitthvað
barnalegt við fyrirbrigðin (tilfærsla eða flutningur á hlutum,,
snertingar o. s. frv.).
Jeg mundi svara því, að þýðing sálarrannsóknar stað-
reyndanna er ekki fólgin í því, hvernig þær gjörast, heldur að:
þær gjörast.
Það, sem þarf að snúa athygli að við útstreymisfyrir-
brigðin, er eingöngu hið ógurlega líffræðilega og heimspeki-
lega úrlausnarefni, sem þau leggja fyrir.
Jeg vil ljiika máli mínu með því, að segja við lesend-
urna: Fyrirbrigði sálarrannsóknanna eru sönn, ómótmælan-
lega sönn. Þjer skulið athuga, hverjir það eru, sem neita, a.ð;
þau gjörist. Enginn þeirra, ekld einn einasti, hefur kynt sjer
þau nákvæmlega. Allir styðja þeir neitun sína við fyrir fram
gefna hugsun: „Það er ómögulegt, þess vegna er það ekki,“
eða við heimspckilega hugmynd sína um hlutina, eða blátt á-
fram við nýungafælni.
Athugið svo aptur á móti, hvaða vísindamenn það eru,.
sem staðfesta gildi þeirra. Allir hafa þeir lengi gjört tilraun-
ir, mjög lengi. Þeir eru nú orðnir svo margir, að ekki leyf-
ist lengur að láta sjer standa á sama. Að einum vísindamanni
geti skjátlazt eða að hann hafi látið blekkja sig, það er mögu-