Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 26
136
MORGUNN
Draumur Ástu litlu.
Rúmum tveim mánuðum eftir andlát þess barns, sem eg
liefi minst á, eignaðist eg aðra stúlku, sem líka hét Ásta. Hún
var mjög kærkomin gjöf og yndislegt barn. Hún dó 6 ára
gömul. Eg hefi aldrei þekt nokkurt barn jafnþroskað andlega
og trúhneigt á liennar aldri. Hún virtist sjá kærleika guðs og
dásemdir í öllum hlutum.
Hún dó mjög snögglega. Hún var alheilbrigð að kvöldi,
en vaknaði að morgni eftir væran svefn, kvartaði um að hún
væri þreytt, fölnaði og misti allan mátt, og var liðið lík eftir
tæpar fjórar klukkustundir.
Þrem dögum fyrir andlát hennar var eg, sem oftar, frammi
við morgunverlc. Þegar eg kom inn kl. 9 að morgni, var hún
ekki vöknuð. Eg stóð hugfangin og horfði á hana — hefi
aldrei séð eins fagurt sofandi barn. Þá læddist eg frá henni.
Litlu síðar kom eg inn aftur. Þá var hún vöknuð og segir
svo himinglöö:
„Mamma! Mig dreymdi, að eg sá inn í himininn — og
mamma — eg sá frelsarann. Hann hélt á gyltri rós og drifhvít-
um vængjum, sem hann ætlaði að gefa mér. En eg var svo
þreytt, að eg komst ekkert. Þá benti hann mér og eg fékk
vængina. Og eg flaug til hans inn í liimininn.i!
Eins og áður er sagt, fór hún þrem dögum síðar til æðri
heima.
65.
Haustið 1897 dreymdi mig, að eg væri á göngu með mann-
inum mínum. Mér þótti við leiðast og ganga um grasivaxnar,
gamlar grafir.
Alt í einu veitti eg því eftirtekt, að farið var að skyggja,
og að óðum hallaði svo undan fæti, að eg óttaðist, að eg félli
áfram við hvert spor, er eg steig. Eg þykist því taka traustara
taki en áður um handlegginn á manninum mínum.
Að lítilli stundu liðinni verður mér litið til landnorðurs.
Eg sá enga stjörnu og engin norðurljós, að eins dimmbláan
næturhimininn. Á þessu dimmbláa himintjaldi sá eg tvo stóra
tölustafi. Þeir voru með gullnum kveldroðalit.