Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 82
192
MORGUNN
sem Margrét og fólk 'hennar hafi lítið gert úr þessu og
fremur viljað, að það kæmist ekki í hámæli.
En vorið 1923 kom aldráður maður af Húsavík, Jó-
hannes Kristjánsson að nafni, að Öxnafelli, til þess að leita
sér lækningar. Hann hafði um langt skeið verið mjög heilsu-
lítill, og svo farlama upp á síðkastið, að hann gat ekki unn-
ið fyrir sér. Engin lækningaráð höfðu orðið honum að
gagni.
pegar Jóhannes kom að Öxnafelli, var hann sárlasinn,
eins og hann átti vanda til. Priðrik lofaði þegar að gjöra
tilraun til að lækna hann. Jóhannes gisti í Öxnafelli eina
nótt, og þá nótt þóttist hann verða þess var, að eitthvað
væri átt við sig. Og svo vel leið 'honum þar, að liann kváðst
tæpast geta lýst því. Um morguninn var hann miklu hress-
ari en áður.
Hann hélt þegar heimleiðis til Húsavíkur, og var, þegar
þangað kom, alheill, og kendi sér ekki nokkurs meins. Að
heyvinnu gekk hann um sumarið, eins og aðrir fullhraustir
menn, og hefir síðan verið við heztu heilsu.
pegar þessi lækningasaga varð kunn í pingeyjarsýslu,
fór fólk þaðan að leita til Margrétar, og má segja, að sú
aðsókn hafi stöðugt farið vaxandi, úr báðum pingeyjarsýsl-
um, og svo af Akureyri, úr Eyjafjarðarsýslu, og eitthvað úr
Skagafjarðarsýslu. Jafnvel úr Reykjavík hefir verið leitað
til hennar, og víðar að frá fjarlægum stöðum. Bréfin, sem
hún hefir fengið síðan síðastliðið haust, munu nú skifta
hundrúðum. Og heimsóknir fær hún daglega. Suma dagana
ltemur fjöldi fólks.
petta er orðin þung 'byrði fyrir heimilið, sem er fátækt
og gestrisið. Pæstir af öllum þessum gestafjölda greiða
borgun fyrir sig, þó að þeir þiggi næturgisting og annan
greiða. Enn færri munu borga fyrir lækninguna, þó að
fjöldi fólks þykist hafa fengið fljótan og undursamlegan
bata. Til eru þó þeir menn, sem hafa borgað henni vel og
rausnarlega.
Mér var sagt, að hægt væri að safna fjölda vottorða