Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 92
202
MORGUNN
Reimleikasaga frá PóllanÖi,
Eftir Zdzistav Ostrowski, verkfræðing í Zakopane.
Síðan í ágúst 1922 hefir sést svipur ungrar stúlku í húsi
baróns Christiani (í Przybysrówka hjá Rzeszów, í vesturhluta
Litla-Póllands). Er svipurinn sýnilegur öllum viðstöddum.
Hinn dularfulli gestur birtist rétt fyrir kl. 7 að kvöldi og held-
ur áfram að vera sýnilegur til kl. 9 að kvöldi. Hann bobar
komu sína meö mjög liáværu ýskri. Vofan birtist ávalt rétt fyr-
ir utan borðstofugluggann, klappar saman lófunum, sveiflar
sér til dansandi og mælir jafnvel mörg ósvífin orS á Gyðinga-
máli. Iíún lætur með því samúð sína á ljósi við þá, sem staddir
eru inni í stofunni, að hún sendir ýmsum þeirra kossa með
hendinni, en hrækir á aðra. Oft slekkur hún á steinolíulamp-
anum, sem hangir niður úr loftinu, með því einu að blása á.
hann, þó að gluggarnir séu vel lokaðir. Þeir, sem viðstaddir
eru, neyðast þá til að kveikja aftur á lampanum, og kemur
þetta þeim í mikil vandræði, sem vita má. Herra barón
Christiani og frú hans, sem eru vel mentuð og mestu stillingar-
manneskjur, grunaði í fyrstu, að hér mundi einliver blekking
vera í tafli, og þau byrjuðu að rannsaka málið alvarlega frá
rótum. Með því að þau þorðu ekki að treysta sínum eigin
skilningarvitum, kölluðu þau til menn utan heimilis, svo að
þeim mætti takast með tilhjálp þeirra að uppgötva bragðaref-
inn og taka hann höndum. En þetta varð því miður elcki að;
neinu gagni. Vofan birtist einnig aðkomufólkinu, nú alveg eins.
og áður. Þótt stráð væri sandi og ösku fyrir utan gluggann,
sást þar aldrei spor eftir; já meira að segja: tveir hundar,.
sem eru mjög aðgætnir og liggja á hvílubekk við gluggann,
finna aldrei þef af vofunni né heyra til hennar, enda þótt þeir
finni þegar þef af lifandi mönnum, sem nálgast húsið, og gelti
að þeim. Ef einhver af þeim, sem viðstaddir voru, reyndi að
fara út úr stofunni og gekk út til þess að handtaka þennan