Morgunn


Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 74

Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 74
184 MORGUNN mig fara, af því að hinni framliðnu hefði þótt svo vænt um mig. Kvað hann okkur verða að hætta á það, að ærnar fynd- ust, og sagðist skyldi senda vinnumenn sína að leita að þeim,. ef þær yrðu horfnar, sem við töldum víst. Eg fór því til kirkjunnar. En þegar eg kom frá kirkjunni og fór að svip- ast eftir ánum, sá eg, hvar þær voru allar með tölu á beit á eyrum fyrir neðan túnið, og var sem þær hefðu verið nærri því hnappsetnar. Og ekki hafði ein kindin farið lengra en önnur. Mér lá við að gráta af gleði og þakkaði eg þetta gömlu konunni, hvort sem það var rétt eða ekki, því að það var eins og einhver hefði setið yfir ánum fyrir mig. Og upp> frá þessu fóru þær dagbatnandi. Seinasta veturinn, sem eg var í Borgarfirði, var eg stadd- ur að Húsafelli, og var það í fyrsta og seinasta sinni, sem eg vann þar. Þá fékk eg bréf frá héraðslækninum, Jóni Páls- syni Blöndal í Ey. Bað hann mig að koma hið bráðasta ofan að Fróðastöðum. Brá mér mjög við þennan boðskap, því að mig grunaði, hvað undir mundi búa, — að eg yrði að fara úr sveitinni, sem mér var farið að þykja vænt um. Eg lagði af stað, fór fyrst heim til mín að Bjarnastöðum og reið síðan ofan að Fróðastöðum. Þar var læknirinn fyrir. Skoðaði hann mig vandlega. Sagðist hann ekki geta skilið, að eg væri hættulegur veikinnar vegna. En liann fékls mér dálítið kver, er danskur læknir hafði ritað um holdsveiki. Eg sýndi mönnum bækling þennan. En þá brá svo við, að eftir þetta urðu ýmsir hræddir við mig. Menn, sem höfðu gengið mjög eftir mér að fá mig til þess að vinna hjá sér, vildu nú helzt, að eg kæmi ekki til þeirra. Sá eg nú, að mér var orðið miklu erfiðara að komast áfram af eigin ramleik, er eg átti á hættu að vera ekki velkominn smnstaðar, þar sem eg kom, Mér var þó sagt, að eg þyrfti ekki að fara suður, ef eg yrði á einum sérstökum bæ. Mátti eg gera hvort sem eg vildi heldur, vera þannig eða fara. Þegar eg var spurður, hvort eg vildi heldur, hugsaði eg mig um stundarkorn. Var þá sem því væri hvíslað að mér, að eg skyldi taka þann kostinn að fara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.