Morgunn - 01.06.1942, Side 16
10
MORGUNN
Af rannsóknum á sálförum hafa menn dregið þá álykt-
un, að þær sanni, að sálin getur lifað utan jarðneska lík-
amans, og því sé engin ástæða til að ætla, að hún farist
raeð honum.
Þessar staðreyndir eru harla merkilegur þáttur sálar-
rannsóknanna, því verði það sannað, að sálin geti lifað
og starfað utan líkamans, þótt ekki sé nema stutta stund,
þá er jafnframt sannað það, að sú kenning efnishyggju-
vísindanna er staðleysa, að sálarstarfsemin sé ekki ann-
að en ávöxtur líkamsstarfseminnar.
Sálfarirnar hafa sannað sjálfstæði sálarinnar, utan
jarðneska líkamans. í því er þeirra geisilega mikla þýð-
ing fólgin.
SANNANIR AF DULSKYGGNI OG DULHEYRN.
Þá Langar mig næst að minnast á sannanirnar af dul-
skyggni og dulheyrn. En þegar inn á það svið er komið,
sýnist hlutdeild framliðinna manna verða augljósari en
var í draumum og sálförum, enda þótt draumarnir snú-
ist að verulegu leyti um þá og að sá, sem fer sálförum,
sé engan veginn bundinn við ferðalög um jarðneska
heiminn, heldur fari oft jöfnum höndum um heimkynni
andanna, umgangist þá, á þessum ferðum sínum og eigi
við þá sálufélag.
Dulheyrn og dulskyggni er í rauninni tvær hliðar á
sömu gáfunni, og enda þótt þeirra verði ekki ævinlega
vart beggja hjá sama manni, er þó oft svo.
í skýrslusafni Brezka Sálarrannsóknafélagsins er sú
frásögn geymd, sem hér fer á eftir. Hún er engan veginn
sérstæð, því að þúsundir engu síður merkilegra frá-
sagna hafa verið vottfestar. En ég kýs hana vegna þess,
að hún sýnir hvort tveggja í senn, dulskyggni og dul-
heyrn hjá sama manni.
Sá, sem söguna segir, var hátt settur maður í brezka
hernum, og hann tjáir sig engan veginn trúa á ,,drauga“
né dularfulla hluti, þótt örðugt sé að sjá, hvernig hann