Morgunn - 01.06.1942, Page 36
30
M O R G U N N
veit, að þú komst til að tala við tvo syni þína, sem
féllu í skotgröfunum í Mesópotamiu“. Þetta var alveg
rétt, og nú bætti hann við: ,,Ég kom með þá hingað og
þeir munu tala við þig, þegar ég er hættur“.
Skömmu síðar hljómaði rödd yngra sonar míns, með
öilum sínum gömlu einkennum. „Halló, pabbi. Er þetta
þú? Mikið er ég glaður yfir að hitta þig aftur. Þetta er
Benny“.
,,Benný“ var gælunafn hans og nú -sagði hann mér
frá því, hvernig andlát hans bar að.
„Benny, — sagði ég — hvernig vildi það til að þú
skyldir falla í skotgröfunum?“ En ég hafði fengið einka-
skeyti frá Maude yfirhershöfðingja, þar sem hann lýsti
fyrir mér hinni miklu hugprýði sonar míns, hvernig
hann hefði hlotið níu sár og andazt síðan í skotgröf-
unum.
„Pabbi, — var svarað — ég dó eklci í skotgröfunum.
Ég dó í sjúkrahúsi af hitasótt, fjórum dögum eftir að ég
særðist. Það var hitasóttin, sem gerði út af við mig. Ég
dó alls ekki í skotgröfunum!“
Þetta var alveg öfugt við það, sem mér hafði verið
filkynnt og miðillinn vissi ekki einu sinni svo mikið um
mig sem það, að ég hefði átt syni. En tveim mánuðum
síðar fékk ég bréf frá sveitarforingja sonar míns þess
efnis, að sonur minn hefði dáið úr hitasótt“.
Frásögn L. Johnson er miklu lengri, því að þessu loknu
hófst fjörugt samtal milli feðganna og sonurinn sagði
honum margt um líf sitt í hinum nýju heimkynnum, en
veigamesta sönnunargagnið er þetta síðasta, að hann
kemur þarna með sannar upplýsingar um andlát sitt,
sem engum lifandi manni í Bretlandi var kunnugt um
og gengu í þveröfuga átt við þá fregn, sem faðirinn hafði
áður fengið um fall sonar síns austur í löndum, í einka-
skeyti frá sjálfum hershöfðingjanum.Andstæðingar spir-
itismans hampa fjarhrifatilgátunni óspart og þeir gera
það vissulega oft í ótíma. Ef um fjarhrif eða hugsana-